Nýja lyftan ræst á morgun
Nýja stólalyftan í Hlíðarfjalli verður gangsett um helgina. Hún verður ræst kl. 13 á morgun, laugardaginn 19. febrúar, og gengur til kl. 16. Lyftan verður síðan í gangi á opnunartíma skíðasvæðisins næstu daga en ráðgert er að formleg vígsluathöfn verði haldin síðar.
18.02.2022 - 13:23
Almennt
Ragnar Hólm
Lestrar 411