Úrslit í upplestrarkeppni grunnskólanna
Upphátt, upplestrarkeppni grunnskólanna á Akureyri, fór fram í Kvosinni í Menntaskólanum á Akureyri í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem hátíðin er haldin undir þessu heiti en undanfarið tuttugu og eitt ár hefur hún verið haldin undir heitinu Stóra upplestrarkeppnin. Nemendur úr 7. bekk grunnskóla bæjarins tóku þátt í keppninni.
24.03.2022 - 10:33
Almennt|Fréttir frá Akureyri
Ragnar Hólm
Lestrar 451