Framkvæmdir í Holtahverfi. Mynd: Antonis Valavanis.
Framkvæmdir standa yfir við gatna- og lagnagerð í Holtahverfi norður. Unnið er að lagnavinnu í Þursa- og Hulduholti og er stefnt að því að byrja á jarðvinnu í Álfa- og Dvergaholti í vikunni.
Í framhaldinu hefst vinna við losun klappar. Klöppin verður fleyguð og við það skapast nokkur hávaði. Verkið verður unnið á virkum dögum, af og til í apríl, á milli kl. 8 og 18.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem framkvæmdin kann að valda.
Fyrsta skóflustunga að nýju íbúðahverfi var tekin í byrjun janúar en í heild er gert ráð fyrir um 300 íbúðum á svæðinu.
Nánari upplýsingar um nýja Holtahverfið.
