Akureyrarbær vill hvetja bæjarbúa og gesti bæjarins til að leggja sitt af mörkum svo við getum staðið við að kalla okkur umhverfisvænan bæ - Græna Akureyri.
Alíslensk hitabylgja er nú á Akureyri og því hefur verið ákveðið að loka göngugötunni fyrir umferð vélknúinna ökutækja fyrr en ráð var fyrir gert. Götunni verður lokað fyrir bílaumferð kl. 13 í dag og síðan tekur við júlílokun sem er alla daga frá kl. 11-17. Í ágúst er göngugatan lokuð fimmtudaga, föstudaga og laugardaga frá kl. 11-17.
30.06.2021 - 11:34 Fréttir frá Akureyri|Fréttir á forsíðuRagnar HólmLestrar 373
Framkvæmdum við endurbætur á gönguleiðum í Listagilinu er að ljúka í bili og er því gilið orðið opið að fullu fyrir umferð. Við viljum koma fram þökkum fyrir tillitsemina og skilninginn meðan á þessum framkvæmdum stóð.
Auglýst eftir sviðsstjóra þjónustu- og skipulagssviðs
Hefur þú kraftinn, hæfnina og þekkinguna til að leiða nýtt svið hjá Akureyrarbæ, þar sem horft er til framtíðar með stafræna innleiðingu og aukna þjónustu í huga? Akureyrarbær leitar að metnaðarfullum einstaklingi til að leiða þjónustu- og skipulagssvið bæjarins.
Ríkiskaup, fyrir hönd Akureyrarbæjar, óska eftir tilboðum í rekstur og starfsemi í Hlíðarfjalli, nánar tiltekið heilsársrekstur á skíða- og útivistarsvæði.
28.06.2021 - 08:00 Auglýsingar á forsíðuJón Þór KristjánssonLestrar 470
Miklar framkvæmdir standa nú yfir á svæðinu í kringum Glerárskóla. Unnið er að því að byggja leikskólann Klappir, gera nýtt plan við Drangshlíð, endurgera neðra bílastæðið við Glerárskóla, auk þess sem framkvæmdir eru að hefjast við nýjan körfuboltavöll (Garðinn hans Gústa).