Að gefnu tilefni vill dýraeftirlit Akureyrarbæjar minna á að samkvæmt 11. gr. samþykktar um hundahald á Akureyri er hundaeigendum skylt að fjarlægja saur eftir hunda sína.
Aðalfundur Norðurorku hf. var haldinn 29. apríl 2021. Eigendur félagsins eru sex sveitarfélög, Akureyrarbær, Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahreppur, Hörgársveit, Svalbarðsstrandarhreppur og Þingeyjarsveit.
30.04.2021 - 09:48 Fréttir frá AkureyriRagnar HólmLestrar 241
Akureyrarstofa leitar að spennandi og skemmtilegum viðburðum og listasmiðjum fyrir Listasumar á Akureyri sem hefst 2. júlí og lýkur 31. júlí 2021. Í ár er Listasumar með breyttu sniði og áhersla lögð á færri en stærri viðburði. Einnig verður komið til móts við vaxandi áhuga á listasmiðjum og þeim fjölgað.
29.04.2021 - 11:47 Fréttir frá Akureyri|Auglýsingar á forsíðuRagnar HólmLestrar 524
Breyting á deiliskipulagi vegna heilsugæslustöðvar
Bæjarstjórn samþykkti í vikunni að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Tjaldsvæðisreit við Þórunnarstræti vegna nýrrar heilsugæslustöðvar sem á að rísa á svæðinu.