Ragnheiður Inga Matthíasdóttir, 13 ára Akureyringur sem gengur undir listamannsnafninu Ragga Rix, sigraði Rímnaflæði, rappkeppni unga fólksins sem var haldin um síðustu helgi. Ragga keppti fyrir hönd félagsmiðstöðvarinnar Tróju á Akureyri og flutti lagið Mætt til leiks.
Dregið úr matarsóun og stutt við þá sem minnst hafa
Vistorka, Akureyrarbær og Hjálpræðisherinn eru að hrinda af stað verkefni þar sem veitingaaðilar eru hvattir til að gefa þann mat sem verður eftir við stórar veislur og aðra slíka starfsemi. Markmiðið er að draga úr matarsóun og um leið styðja þau sem þurfa á mataraðstoð að halda.
Í dag, 25. nóvember, hefst árlegt 16 daga átak á Íslandi og á heimsvísu gegn kynbundnu ofbeldi. Markmiðið er að vekja athygl á þeirri miklu meinsemd og mannréttindabroti sem ofbeldi gegn konum er.
Breyting á deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar – Hofsbót 2
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir miðbæ Akureyrar. Sjá hér.
24.11.2021 - 09:09 Auglýstar tillögur|Skipulagssvið|Auglýsingar á forsíðuLestrar 1085
Á sóknarnefndar- og íbúafundi í Grímsey þann 16. nóvember síðastliðinn kynnti Hjörleifur Stefánsson arkitekt frumdrög að nýrri kirkju í stað Miðgarðakirkju sem brann 21. september sl.
23.11.2021 - 14:19 AlmenntMaría Helena TryggvadóttirLestrar 270
Horft til þess að auka tekjur og draga úr kostnaði
Bæjarstjórn Akureyrar hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu vegna frumvarps að fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 sem lagt var fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn í liðinni viku. Til stendur að halda rafrænan kynningarfund um áætlunina 7. desember og er hann öllum opinn. Síðari umræða um fjárhagsáætlun er á dagskrá 14. desember