Akureyrarvaka hófst í gær
Ungir sem aldnir nutu kyrrðarinnar í ljósum prýddum Lystigarðinum á Akureyri þegar Akureyrarvaka var sett í gærkvöldi. Formaður stjórnar Akureyrarstofu, Hilda Jana Gísladóttir, setti vökuna, Þórgnýr Dýrfjörð, deildarstjóri Akureyrarstofu, stiklaði á stóru í dagskrá hátíðarinnar og síðan tóku við listrænir gjörningar um allan garð. Karlakór Akureyrar Geysir flutti meðal annars nokkur lög undir stjórn Hjörleifs Jónssonar en síðan stóðu félagar í kórnum fyrir skemmtilegum samsöng á einni af grasflötum garðsins. Ýmis önnur tónlistaratriði voru hér og þar um garðinn, einnig ljóðalestur og sýning á gömlum verkfærum.
25.08.2018 - 09:07
Almennt
Ragnar Hólm
Lestrar 269