Jól og áramót í Grímsey
Þótt það búi ekki mjög margir í Grímsey þá verður samt ýmislegt þar á seyði yfir hátíðarnar. Í dag, föstudaginn 21.desember, bjóða kvenfélagið Baugur og Kiwanisklúbburinn upp á jólahlaðborð fyrir alla íbúa. Á milli jóla og nýárs verður síðan haldið jólaball þar sem jólasveinar stíga dansinn með jafnt ungum sem öldnum. Föstudaginn 28. desember verður jólamessa í Miðgarðskirkju kl. 14.00.
21.12.2018 - 08:00
Almennt
María Helena Tryggvadóttir
Lestrar 450