FF Múrbrjótar hljóta styrk frá Lýðheilsusjóði og KSÍ
Verkefnið FF Múrbrjótur – Fótbolti án fordóma, sem Búsetusvið Akureyrar stendur að, hefur hlotið tvo myndarlega styrki. Annars vegar kr. 250.000 frá Lýðheilsusjóði og hins vegar styrk frá KSÍ upp 6.000 evrur eða um kr. 750.000. Verkefnið gengur út á bjóða einstaklingum sem takast á við geðræn og félagsleg vandamál upp á fótboltaæfingar eða aðra hreyfingu einu sinni í viku yfir sumartímann. Á morgun, 1. maí, verður Fótboltafélagið Múrbrjótar formlega stofnsett. Stofnfundurinn hefst kl. 16 og verður haldinn í húsnæði Grófarinnar að Hafnarstræti 95, 4.hæð.
30.04.2018 - 15:06
Almennt
Lestrar 279