Sérdeild og núvitund í Giljaskóla
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri, heimsótti Giljaskóla í síðustu viku og kynnti sér meðal annars starfsemi sérdeildar skólans fyrir fjölfötluð börn. Hlutverk deildarinnar er að sinna kennslu og þjálfun barna með alvarlega greindarfötlun og aðrar viðbótarfatlanir. Nemendur eiga kost á fjölbreyttum námsleiðum, sérvöldum námsgögnum og vel skipulögðum kennsluaðstæðum. Unnið er að því að efla þroska á sviði skynjunar, hreyfingar, boðskipta, hugsunar, félags- og tilfinningalegs þroska, og hins vegar að auka færni nemenda í að takast á við daglegt líf, svo sem sjálfshjálp, einföld störf og tómstundir. Starfið vekur ávallt mikla hrifningu gesta.
28.11.2018 - 13:12
Almennt
Ragnar Hólm
Lestrar 250