Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan

Launanefnd Sveitarfélaga semur við Kjöl og Einingu Iðju

Launanefnd Sveitarfélaga undirritaði sl. föstudag kjarasamninga við stéttarfélögin Kjöl og Einingu Iðju. Gildistími beggja samninga er frá 1. desember 2008 til 31. ágúst 2009 og tók ný launatafla gildi 1. desember en samkvæmt henni hækka launataxtar um 20.300 krónur.
Lesa fréttina Launanefnd Sveitarfélaga semur við Kjöl og Einingu Iðju
Sala vetrarkorta í Hlíðarfjalli 2010-2011 til starfsfólks Akureyrarbæjar

Sala vetrarkorta í Hlíðarfjalli 2010-2011 til starfsfólks Akureyrarbæjar

Nú er snjórinn kominn aftur og um að gera að draga fram skíðin og skella sér í Hlíðarfjall. Starfsfólki Akureyrarbæjar gefst kostur á að kaupa vetrarkort í Hlíðarfjalli á sama afslætti og Fjórir saman. Til þess að nýta þetta tilboð þarf að framvísa hausnum af launaseðli í afgreiðslunni í Hlíðarfjalli og ganga frá greiðslu í leiðinni. Starfsfólk bæjarins getur keypt vetrarkort fyrir sig sjálft og einnig fyrir maka og börn.
Lesa fréttina Sala vetrarkorta í Hlíðarfjalli 2010-2011 til starfsfólks Akureyrarbæjar
Ný Innanbæjarkrónika komin út

Ný Innanbæjarkrónika komin út

Sjötta tölublað Innanbæjarkrónikunnar er komið út og er blaðið eins og venjulega fullt af skemmtilegu og fróðlegu efni. Krónikunni er dreift á kaffistofur starfsfólks bæjarins og auk þess er hún send með launaumslögum til þess starfsfólks sem fær heimsenda launaseðla.
Lesa fréttina Ný Innanbæjarkrónika komin út

Nýliðafræðsla 11. og 12. nóvember nk.

Dagana 11. og 12. nóvember nk. verður boðið upp á fræðslu fyrir nýtt starfsfólk hjá Akureyrarbæ. Í starfsmannastefnu bæjarstjórnar Akureyrar segir: „Bæjarstjórn Akureyrar vill að tekið sé vel á móti nýju starfsfólki. Það skal frætt um vinnubrögð og starfsvenjur á nýjum vinnustað og um starfshætti Akureyrarbæjar í heild“.
Lesa fréttina Nýliðafræðsla 11. og 12. nóvember nk.
Nýjar upplýsingar í starfsmannahandbók um fjármál heimilanna og sálrænan stuðning

Nýjar upplýsingar í starfsmannahandbók um fjármál heimilanna og sálrænan stuðning

Ýmsum gagnlegum tenglum hefur verið komið fyrir í starfsmannahandbókinni undir fjármál heimilanna og vellíðan.
Lesa fréttina Nýjar upplýsingar í starfsmannahandbók um fjármál heimilanna og sálrænan stuðning
Kertamóttaka í Ráðhúsi og Glerárgötu 26 - Plastiðjan Bjarg - Iðjulundur hvetur alla til að skila vax…

Kertamóttaka í Ráðhúsi og Glerárgötu 26 - Plastiðjan Bjarg - Iðjulundur hvetur alla til að skila vaxafgöngum til endurnýtingar.

Plastiðjan Bjarg - Iðjulundur hvetur alla til að safna kertaafgöngum og skila þeim safnbox í þjónustuanddyri Ráðhússins eða á 1. hæð í Glerárgötu 26.
Lesa fréttina Kertamóttaka í Ráðhúsi og Glerárgötu 26 - Plastiðjan Bjarg - Iðjulundur hvetur alla til að skila vaxafgöngum til endurnýtingar.
Frá bæjarstjóra

Frá bæjarstjóra

Kæra samstarfsfólk, Íslensk þjóð siglir nú krappari sjó en þekkst hefur um áratuga skeið. Á slíkum tímum er mikilvægt að við stöndum saman, látum ekki bugast og styðjum hvert annað. Oft var þörf en nú er nauðsyn að við sýnum hvert öðru skilning, hlýhug og traust. Ef við snúum bökum saman þá eru okkur allir vegir færir.
Lesa fréttina Frá bæjarstjóra

Nýtt skipurit hjá samfélags- og mannréttindadeild

Fyrr á þessu ári fóru fram skipulagsbreytingar hjá samfélags- og mannréttindadeild bæjarins. Deildin er samsett af starfsemi sem áður tilheyrði nokkrum deildum bæjarins en í kjölfar síðustu bæjarstjórnarkosninga var starfsemin að mestu leyti sameinuð undir einum hatti í Rósenborg. Myndin gefur yfirlit yfir þá málaflokka sem tilheyra deildinni og sýnir jafnframt hvernig þeim er fyrir komið innan deildarinnar.
Lesa fréttina Nýtt skipurit hjá samfélags- og mannréttindadeild

Námsleyfi grunnskólakennara 2009-2010

Umsóknarfrestur um námsleyfi grunnskólakennara og stjórnenda grunnskóla fyrir skólaárið 2009-2010 er til og með 10. október 2008. Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að við úthlutun verði sett í forgang nám sem tengist kennslu í íslensku, íþróttum og heilsufræði og náttúrufræði og umhverfismennt.
Lesa fréttina Námsleyfi grunnskólakennara 2009-2010

Frestur til að sækja um TV-einingar vegna verkefna og hæfni

Ákveðið hefur verið að framlengja umsóknarfrest vegna umsókna um TV einingar vegna verkefna og hæfni til 30. september n.k. Umsóknum ásamt umsögnum stjórnenda ber að skila til Katrínar Bjargar Ríkharðsdóttur deildarstjóra samfélags- og mannréttindadeildar.
Lesa fréttina Frestur til að sækja um TV-einingar vegna verkefna og hæfni

Tilboð í ræktina

Nú er haustið að ganga í garð og af því tilefni bjóða líkamsræktarstöðvarnar á Akureyri starfsfólki Akureyrarbæjar upp á tilboð á kortum í ræktina. Hér má sjá hvað líkamsræktarstöðvarnar bjóða upp á. Starfsfólk er hvatt til að nýta sér þessi tilboð og stunda heilsusamlegt líferni.
Lesa fréttina Tilboð í ræktina