Nýliðafræðsla 11. og 12. nóvember nk.

Dagana 11. og 12. nóvember nk. verður boðið upp á fræðslu fyrir nýtt starfsfólk hjá Akureyrarbæ.

Í starfsmannastefnu bæjarstjórnar Akureyrar segir: „Bæjarstjórn Akureyrar vill að tekið sé vel á móti nýju starfsfólki. Það skal frætt um vinnubrögð og starfsvenjur á nýjum vinnustað og um starfshætti Akureyrarbæjar í heild“.

Markmiðið með fræðslunni er að nýtt starfsfólk kynnist mismunandi starfsemi hjá bænum og fái innsýn inn í hin ýmsu mál sem snerta starfsmenn Akureyrarbæjar, bæði beint og óbeint. Nýliðafræðslan á að standa öllum nýjum starfsmönnum bæjarins til boða innan árs frá því að þeir hefja störf.

Nýliðafræðslan fer fram í sal Brekkuskóla.

Dagskrá nýliðafræðslu

Tekið er á móti skráningum á: skraning@akureyri.is

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan