Launanefnd Sveitarfélaga undirritaði sl. föstudag kjarasamninga við stéttarfélögin Kjöl og Einingu Iðju. Gildistími beggja samninga er frá 1. desember 2008 til 31. ágúst 2009. Nýjar launatöflur tóku gildi 1. desember og samkvæmt þeim hækka launataxtar um 20.300 krónur.
Meðal annarra atriða sem samið var um má nefna:
- Að persónuuppbót í desember 2008 verður 72.399 krónur.
- Að orlofsuppbót árið 2009 verður 25.200 krónur.
- Að réttur foreldra til fjarveru á launum vegna veikinda barna er aukinn úr 10 í 12 daga.
Nánari upplýsingar um kjarasamninginn við Einingu Iðju.
Nánari upplýsingar um kjarasamninginn við Kjöl.
Félagsmönnum stéttarfélaganna veður kynntur samningurinn á næstu dögum og stefna bæði félögin á að atkvæðagreiðslu verði lokið um miðjan desember.