Ný Innanbæjarkrónika komin út

Sjötta tölublað Innanbæjarkrónikunnar er komið út og er blaðið eins og venjulega fullt af skemmtilegu og fróðlegu efni. Krónikunni er dreift á kaffistofur starfsfólks bæjarins og auk þess er hún send með launaumslögum til þess starfsfólks sem fær heimsenda launaseðla.

Meðal efnis í þetta skiptið er ávarp frá Sigrúnu Björk Jakobsdóttur bæjarstjóra með yfirskriftinni ,,Við erum sterkari saman" þar sem hún gerir ástandið í þjóðfélaginu að umtalsefni og hvetur fólk til að styðja vel við bakið hvert á öðru og horfa bjartsýn fram á veginn.

Einnig er umfjöllun um nýja og betri dagþjónustu á Hlíð og nýja parketgólfið í Höllinni. Föstu liðirnir Gamla myndin, Hvað ertu að gera? og Matarhlé eru að sínum stað.  Síðast en ekki síst er fjallað um nýjungar á starfsmannavef Akureyrarbæjar - http://sulur.akureyri.is en þar má nú m.a. skoða reikninga sem gefnir eru út af Akureyrarbæ.



Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan