Sala vetrarkorta í Hlíðarfjalli 2010-2011 til starfsfólks Akureyrarbæjar

Starfsfólki Akureyrarbæjar gefst kostur á að kaupa vetrarkort í Hlíðarfjalli á sama afslætti og Fjórir saman.

Nánari upplýsingar:

  • Framvísa þarf hausnum af launaseðli í afgreiðslunni í Hlíðarfjalli (ekki eldri en þriggja mánaða gamall) og ganga frá greiðslu í leiðinni.
  • Starfsfólk bæjarins getur keypt vetrarkort fyrir sig sjálft og einnig fyrir maka og börn.
  • Þeir sem eiga lykilkort og vilja nota þau áfram verða að koma með þau með sér þannig að hægt sé að hlaða inn á nýju korti fyrir 10/11. Þeir sem ekki eiga lykilkort geta keypt slík í Híðarfjalli.

Verðskrá vetrarkorta:

  • 22.000 kr. Fullorðnir (fullorðnir eru þeir sem fæddir eru 1994 og fyrr)
  • 9.000 kr. Börn (fædd 2004-1995)
  • 1000 kr. Lykilkort

Á heimasíðunni www.hlidarfjall.is eru uppfærðar upplýsingar daglega um veður og vinda.

Munið skíðakennsluna: Hóptímar/Einkatímar með fagfólki í greininni. Kennslu er hægt að panta með stuttum fyrirvara.

Athugið að flest stéttarfélög veita styrki til líkamsræktar sem hægt er að nýta til að kaupa kort!

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan