Hjólað í vinnuna - hefst 6. maí
Þann 6. maí nk. hefst átakið ,,Hjólað í vinnuna" á vegum ÍSÍ. Allir sem nýta eigin orku til að ferðast til og frá vinnu eru gjaldgengir þátttakendur þ.e. hjóla, skokka, ganga, nota línuskauta o.s.frv. Á heimasíðunni http://hjoladivinnuna.is/ er hægt að skrá lið í átakið og þar er einnig að finna allar nánari upplýsingar. Vinnustaðir Akureyrarbæjar eru hvattir til að taka þátt í þessari skemmtilegu, heilsusamlegu og umhverfisvænu keppni.
21.04.2009 - 10:15
Lestrar 295