Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Hjólað í vinnuna - hefst 6. maí

Hjólað í vinnuna - hefst 6. maí

Þann 6. maí nk. hefst átakið ,,Hjólað í vinnuna" á vegum ÍSÍ. Allir sem nýta eigin orku til að ferðast til og frá vinnu eru gjaldgengir þátttakendur þ.e. hjóla, skokka, ganga, nota línuskauta o.s.frv. Á heimasíðunni http://hjoladivinnuna.is/ er hægt að skrá lið í átakið og þar er einnig að finna allar nánari upplýsingar. Vinnustaðir Akureyrarbæjar eru hvattir til að taka þátt í þessari skemmtilegu, heilsusamlegu og umhverfisvænu keppni.
Lesa fréttina Hjólað í vinnuna - hefst 6. maí
Hvar getum við sparað?

Hvar getum við sparað?

Akureyrarbær hefur stofnað sérstakt netfang sparnadur@akureyri.is til að taka við hugmyndum starfsmanna og stjórnenda um lækkun kostnaðar í rekstri Akureyrarbæjar. Hugmyndirnar mega ná til allrar starfsemi bæjarins og þurfa ekki að einskorðast við starfstöð viðkomandi starfsmanns. Hugmyndirnar mega líka ná til allra rekstrarþátta í starfseminni hvort sem um er að ræða laun eða önnur rekstrargjöld.
Lesa fréttina Hvar getum við sparað?
Hugmynd um launalaus leyfi starfsmanna Akureyrarbæjar

Hugmynd um launalaus leyfi starfsmanna Akureyrarbæjar

Hugmynd um launalaus leyfi starfsmanna Akureyrarbæjar var kynnt á fundi með stjórnendum Akureyrarbæjar þann 1. apríl sl. og í framhaldinu kynntu stjórnendur hugmyndina fyrir starfsfólki sínu. Frítakan mun ekki skerða sumarfrí starfsmanna svo fremi að ekki sé um fleiri en 12 launalausa frídaga að ræða á hverju ári. Persónuuppbætur starfsmanna svo sem orlofsuppbót, annaruppbót kennara eða desemberuppbót munu heldur ekki skerðast. 
Lesa fréttina Hugmynd um launalaus leyfi starfsmanna Akureyrarbæjar

Starfsmenn Akureyrarbæjar fá 2 fyrir 1 á opnunarhátíð Valhalla Bank

Samlist opnar Valhalla Bank Samlist, grasrót skapandi fólks um að gera eitthvað uppbyggilegt í krepputímum, mun með táknrænum hætti opna nýjan banka í stað þeirra fjögurra sem hafa fokið út í veður og vind hér á landi síðustu mánuði. Pantið miða í síma 848-0430. Starfsfólk Akureyrarbæjar fá 2 fyrir 1 á opnunarhátíðina 2. apríl. 
Lesa fréttina Starfsmenn Akureyrarbæjar fá 2 fyrir 1 á opnunarhátíð Valhalla Bank
Vinnuskólinn sumarið 2009

Vinnuskólinn sumarið 2009

Vinnuskólinn verður starfandi frá 8. júní til 27. júlí í sumar. Tekið er við umsóknum frá 1. - 19. apríl 2009.
Lesa fréttina Vinnuskólinn sumarið 2009
Ný mannauðsstefna samþykkt í bæjarstjórn

Ný mannauðsstefna samþykkt í bæjarstjórn

Þann 17. mars sl. var ný mannauðsstefna samþykkt í bæjarstjórn Akureyrarbæjar. Síðastliðið sumar skipaði bæjarstjóri starfshóp til að vinna að endurskoðun á starfsmannastefnu Akureyrarbæjar. Starfshópurinn hóf störf í september og fundaði vikulega fram í desember, alls 15 sinnum. Ýmsir aðilar voru kallaðir til samráðs s.s. jafnréttisráðgjafi, bæjarlögmaður og starfsmannastjóri.
Lesa fréttina Ný mannauðsstefna samþykkt í bæjarstjórn
Skyggnismenn kvaddir

Skyggnismenn kvaddir

Skyggnir hefur annast rekstur tölvukerfa Akureyrarbæjar síðan í janúar 2002 en er um þessar mundir að afhenda Þekkingu það verkefni eftir útboð sem fór fram á fyrri hluta síðasta árs. Af þessu tilefni var starfsmönnum Skyggnis sem hafa þjónað Akureyrarbæ síðustu árin boðið í morgunkaffi í Ráðhúsinu og þeir leystir út með gjöfum.
Lesa fréttina Skyggnismenn kvaddir
Rafrænir launaseðlar, minni pappírsnotkun

Rafrænir launaseðlar, minni pappírsnotkun

Frá og með 31. mars 2009 verða allir launaseðlar hjá Akureyrarbæ rafrænir og verða þess vegna ekki lengur prentaðir og sendir heim til starfsfólks. Rafræna launaseðla getur starfsfólk nálgast á starfsmannavef bæjarins http://eg.akureyri.is og í sínum heimabanka.
Lesa fréttina Rafrænir launaseðlar, minni pappírsnotkun
Drög að nýrri mannauðsstefnu Akureyrarbæjar - athugasemdir óskast

Drög að nýrri mannauðsstefnu Akureyrarbæjar - athugasemdir óskast

Síðastliðið sumar skipaði bæjarstjóri starfshóp til að vinna að endurskoðun á starfsmannastefnu Akureyrarbæjar, en núgildandi stefna er frá árinu 1999 og er því nokkuð komin til ára sinna. Starfshópurinn hefur unnið drög að nýrri mannauðstefnu fyrir Akureyrarbæ og óskar nú eftir athugasemdum, góðum ábendingum og/eða snjöllum hugmyndum frá starfsfólki bæjarins.
Lesa fréttina Drög að nýrri mannauðsstefnu Akureyrarbæjar - athugasemdir óskast
Sumarstörf hjá Akureyrarbæ - Umsóknartímabil fyrir sumarstörf er hafið.

Sumarstörf hjá Akureyrarbæ - Umsóknartímabil fyrir sumarstörf er hafið.

Umsóknartímabil sumarstarfa hjá Akureyrarbæ hófst í dag, 11. febrúar 2009, og stendur til 18. mars 2009 nk. Fjölbreytt störf eru í boði og eru umsækjendur hvattir til þess að kynna sér framboðið á heimasíðu bæjarins.
Lesa fréttina Sumarstörf hjá Akureyrarbæ - Umsóknartímabil fyrir sumarstörf er hafið.
Umsóknir um TV-einingar vegna verkefna og hæfni

Umsóknir um TV-einingar vegna verkefna og hæfni

BHM-félagar og leikskólakennarar geta nú skilað inn umsóknum um TV-einingar vegna verkefna og hæfni. Umsóknarfrestur er til 30. apríl og skal umsóknunum skilað til Katrínar Bjargar Ríkarðsdóttur framkvæmdastjóra Samfélags- og mannréttindadeildar í Rósenborg.
Lesa fréttina Umsóknir um TV-einingar vegna verkefna og hæfni