Drög að nýrri mannauðsstefnu Akureyrarbæjar - athugasemdir óskast

Síðastliðið sumar skipaði bæjarstjóri starfshóp til að vinna að endurskoðun á starfsmannastefnu Akureyrarbæjar, en núgildandi stefna er frá árinu 1999 og er því nokkuð komin til ára sinna. Starfshópinn skipa:

Björg Sigurvinsdóttir, leikskólafulltrúi á skóladeild

Dagný M. Harðardóttir, skrifstofustjóri Ráðhúss

Dögg Harðardóttir, deildarstjóri Eini-og Grenihlíð, Öldrunarheimili Akureyrarbæjar

Hólmkell Hreinsson, amtsbókavörður

Ingunn H. Bjarnadóttir, verkefnastjóri starfsþróunar, formaður starfshópsins

Ólafur Örn Torfason, forstöðumaður á búsetudeild

Sædís Gunnarsdóttir, verkefnastjóri fasteignaskráningar

Úlfar Björnsson, skólastjóri Glerárskóla

Með starfshópnum starfa Gunnar Frímannsson og Kristjana Kristjánsdóttir verkefnastjórar.

Starfshópurinn hefur unnið drög að nýrri mannauðsstefnu fyrir Akureyrarbæ og óskar nú eftir athugasemdum, góðum ábendingum og/eða snjöllum hugmyndum frá starfsfólki bæjarins.

Drögin að mannauðsstefnunni má nálgast hér og hægt er að senda athugasemdir á netfangið ingunn@akureyri.is til 27. febrúar næstkomandi.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan