Akureyrarbær hefur stofnað sérstakt netfang sparnadur@akureyri.is til að taka við hugmyndum starfsmanna og stjórnenda um lækkun kostnaðar í rekstri Akureyrarbæjar. Hugmyndirnar mega ná til allrar starfsemi bæjarins og þurfa ekki að einskorðast við starfstöð viðkomandi starfsmanns. Hugmyndirnar mega líka ná til allra rekstrarþátta í starfseminni hvort sem um er að ræða laun eða önnur rekstrargjöld.
Skorað er á alla starfsmenn og stjórnendur að bregðast vel við og senda inn hugmyndir sínar á ofangreint netfang sem fyrst. Veitt verða þrenn verðlaun fyrir bestu hugmyndirnar að mati framkvæmdastjórnar sem komnar verða inn fyrir 15 maí nk. og eru verðlaunin árskort í sundlaugar bæjarins.