Hugmynd um launalaus leyfi starfsmanna Akureyrarbæjar

Hugmynd um launalaus leyfi starfsmanna Akureyrarbæjar var kynnt á fundi með stjórnendum Akureyrarbæjar þann 1. apríl sl. og í framhaldinu kynntu stjórnendur hugmyndina fyrir starfsfólki sínu. Ef af þessari tillögu verður mun bærinn lækka útgjöld sín sem nemur 180-200 milljónum króna á ári.

Hugmyndin er á þá leið að allir starfsmenn Akureyrarbæjar sem mögulega geta taki sér 12 launalausa frídaga á ári. Þessa frídaga má taka einn í hverjum mánuði eða fleiri saman í einu – allt eftir því hvað hentar starfsmanninum og vinnustaðnum hverju sinni. Þetta miðast allt við að þeir sem eru í 100% starfi taki sér 8 klst. launalaust frí á mánuði og aðrir í samræmi við starfshlutfall (50% starfshlutfall = 4 klst. launalaust frí og svo frv.).

Frítakan mun ekki skerða sumarfrí starfsmanna svo fremi að ekki verði um fleiri en 12 launalausa frídaga að ræða á hverju ári. Persónuuppbætur starfsmanna svo sem orlofsuppbót, annaruppbót kennara eða desemberuppbót munu ekki heldur skerðast. Engin breyting verður á ráðningarhlutfalli starfsmanns við frítökuna né veikindarétti.

Nánari upplýsingar um hugmyndina má finna í meðfylgjandi minnisblaði bæjarstjóra.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan