Vinnuskólinn verður starfandi frá 8. júní til 27. júlí í sumar.
Unnið verður 4 daga vikunnar; frá mánudegi til fimmtudags - ekki verður unnið á föstudögum.
14, 15 og 16 ára unglingar taka sér frí vikuna 12. – 19. júlí.
Breytingar hafa orðið á vinnufyrirkomulaginu frá fyrra ári :
* Vinnudagurinn styttist um ½ klst. hjá 14 og 15 ára en um 1 klst. hjá 16 ára.
* 14 ára geta unnið 72 klst. í heildina og verður vinnutíminn hjá þeim kl. 12:30 – 15:30.
* 15 ára geta unnið 72 klst. í heildina og verður vinnutíminn hjá þeim kl. 08:30 – 11:30.
* 16 ára vinna 6 tíma á dag.
Sækja skal um rafrænt á heimasíðu Akureyrarbæjar og er tekið við umsóknum frá 1.- 19.apríl 2009.
Aðgengi að tölvu og aðstoð við innskráningu umsókna stendur til boða á Amtsbókasafninu og í þjónustuanddyri Ráðhússins.
Nánari upplýsingar um vinnutímabil og kaup og kjör má finna hér.