Rafrænir launaseðlar, minni pappírsnotkun

Frá og með 31. mars 2009 verða allir launaseðlar hjá Akureyrarbæ rafrænir og verða þess vegna ekki lengur prentaðir og sendir heim til starfsfólks.

Rafræna launaseðla getur starfsfólk nálgast á starfsmannavef bæjarins http://eg.akureyri.is og í sínum heimabanka.

Til þess að fá aðgang að Starfsmannavef Akureyrarbæjar þarf að sækja um lykilorð á slóðinni http://eg.akureyri.is sem síðan er sent í heimabanka starfsmanns. Hafi starfsmaður ekki aðgang að heimabanka er hægt að nálgast lykilorðið hjá Starfsmannaþjónustu Akureyrarbæjar.

Starfsfólk er hvatt til þess að nýta starfsmannavefinn, þar er að finna ýmsar upplýsingar auk rafrænna launaseðla, s.s. upplýsingar um orlof, veikindadaga og reikninga frá Akureyrarbæ.

Hægt er að nálgast launaseðla í heimabönkum með eftirfarandi hætti:

  • Íslandsbanki: Yfirlit > Netyfirlit > Tegund: Launaseðlar
  • Kaupþing: Yfirlit > Rafræn skjöl > Tegund: Launaseðlar
  • Landsbankinn: Yfirlit > Rafræn skjöl > Öll skjöl: Launaseðlar
  • Sparisjóðirnir: Yfirlit > Rafræn skjöl > Tegund: Launaseðlar

Þeir sem óska eftir að fá heimsenda pappírslaunaseðla geta sent slíka beiðni í tölvupósti á netfangið: launasedill@akureyri.is eða hringt í Starfsmannaþjónustu Akureyrarbæjar í síma 460-1060.

Með þessari umhverfisvænu aðgerð dregur Akureyrarbær verulega úr pappírsnotkun og sparar einnig töluverða fjármuni í pappírs- og sendingarkostnaði.

Af þessu leiðir að Innanbæjarkrónikan verður ekki lengur send heim til starfsfólks, en fréttabréfinu verður áfram dreift á kaffistofur og það sent rafrænt með tölvupósti ásamt því að hægt er að nálgast Krónikuna í starfsmannahandbókinni á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan