Hjólað í vinnuna - hefst 6. maí

Þann 6. maí nk. hefst átakið ,,Hjólað í vinnuna" á vegum ÍSÍ. Átakið stendur frá 6. maí til 26. maí að báðum dögum meðtöldum.

Allir sem nýta eigin orku til að ferðast til og frá vinnu eru gjaldgengir þátttakendur þ.e. hjóla, skokka, ganga, nota línuskauta o.s.frv. Þeir sem taka strætó geta einnig tekið þátt en þá er skráð sú vegalengd sem gengin er til og frá stoppistöð.

Glæsilegir verðlaunaskildir eru veittir fyrir þrjú efstu sætin í hverjum fyrirtækjaflokki en keppnisgreinarnar eru tvær:

1. Flestir þátttökudagar (hlutfallslega m.v. fjölda starfsmanna í fyrirtækinu).

2. Flestir km (hlutfallslega m.v. fjölda starfsmanna í fyrirtækinu).

Hvert lið má innihalda 1-10 liðsmenn og hvert lið þarf að hafa liðsstjóra sem sér um að skrá sitt lið til þátttöku og heldur utan um daglega skráningu á netinu.

Athygli er vakin á því að hver vinnustaður getur haft mörg lið, en þá stýrir kennitala hvaða lið telja sameiginlega.

Á heimasíðunni http://hjoladivinnuna.is/ er hægt að skrá lið í átakið og þar er einnig að finna allar nánari upplýsingar.

Vinnustaðir Akureyrarbæjar eru hvattir til að taka þátt í þessari skemmtilegu, heilsusamlegu og umhverfisvænu keppni.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan