Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Ný Innanbæjarkrónika

Ný Innanbæjarkrónika

Innanbæjarkrónikan er komin út og hefur verið dreift á kaffistofur starfsfólks Akureyrarbæjar auk þess sem hana má nálgast á starfrænu formi hér á starfmannhandbókinni. Innanbæjarkrónikuna má nálgast hér.
Lesa fréttina Ný Innanbæjarkrónika
Hugmyndir um sparnað

Hugmyndir um sparnað

Snemma í vor var auglýst eftir hugmyndum starfsmanna hjá Akureyrarbæ um lækkun kostnaðar í rekstri sveitarfélagsins. Tekið var fram að hugmyndirnar mættu ná til allra rekstrarþátta í starfseminni hvort sem um væri að ræða laun eða önnur rekstrargjöld. Bæjarstjórinn á Akureyri, Hermann Jón Tómasson, veitti í dag verðlaun fyrir bestu innsendu hugmyndirnar.
Lesa fréttina Hugmyndir um sparnað
Starfsendurhæfingarsjóður

Starfsendurhæfingarsjóður

Akureyrarbær greiðir nú í Starfsendurhæfingarsjóð vegna flestra starfsmanna sinna.  Hlutverk Starfsendurhæfingarsjóðs er að draga markvisst úr líkum á því að launafólk hverfi af vinnumarkaði vegna varanlegrar örorku, með aukinni virkni, eflingu endurhæfingar og öðrum úrræðum. Nánari upplýsingar um sjóðinn er að finn á heimasíðunni www.virk.is
Lesa fréttina Starfsendurhæfingarsjóður
Innanbæjarkrónikan er komin út

Innanbæjarkrónikan er komin út

Fjórða tölublað ársins 2009 af Innanbæjarkrónikunni er komið út. Meðal efnis er umfjöllun um landsmót UMFÍ og nýja Mannauðsstefnu Akureyrarbæjar. Auk þess er sagt frá sparnaðarhugmyndum starfsfólks sem auglýst var eftir í síðasta tölublaði. Föstu liðirnir Gamla myndin, Gott að vita, Hvað ertu að gera? og Matarhlé eru á sínum stað. Krónikunni er dreift á kaffistofur starfsfólks Akureyrarbæjar.
Lesa fréttina Innanbæjarkrónikan er komin út
Námsstyrkjasjóðir - ekki auglýst eftir umsóknum árið 2009

Námsstyrkjasjóðir - ekki auglýst eftir umsóknum árið 2009

Fræðslunefnd bókaði á fundi sínum þann 28. maí sl. eftirfarandi um umsóknir í Námsstyrkjasjóð sérmenntaðra starfsmanna og Námsstyrkjasjóð embættismanna: ,,Bæjarstjóri hefur mælst til þess að ekki verði úthlutað úr Námsstyrkjasjóðum fram á árið 2010 þar sem ekki er gert ráð fyrir því í þriggja ára áætlun að framlög berist í sjóðina. Fræðslunefnd samþykkir að úthluta ekki nýjum styrkjum fram á árið 2010 og því verður ekki auglýst eftir umsóknum vor og haust 2009."
Lesa fréttina Námsstyrkjasjóðir - ekki auglýst eftir umsóknum árið 2009
Frá bæjarstjórn Akureyrar

Frá bæjarstjórn Akureyrar

Oddvitar allra framboða í bæjarstjórn Akureyrar birtu upplýsandi grein í Vikudegi á dögunum m.a. um fjármál bæjarins og áhrif efnahagshrunsins Starfsmenn Akureyrarbæjar sem og íbúar allir eru hvattir til að kynna sér hana.
Lesa fréttina Frá bæjarstjórn Akureyrar
Reglur um tölvupóst og netnotkun

Reglur um tölvupóst og netnotkun

Bæjarstjóri hefur sett reglur um tölvupóst og netnotkun starfsmanna Akureyrarbæjar. Reglurnar fjalla um það hvernig starfsmenn Akureyrarbæjar skulu umgangast starfs­tengdan tölvupóst og haga netnotkun. Þá er þeim einnig ætlað að upplýsa starfsmenn um réttindi þeirra og skyldur í þeim efnum.
Lesa fréttina Reglur um tölvupóst og netnotkun
Nýjar verklagsreglur um greiðslur fyrir akstur

Nýjar verklagsreglur um greiðslur fyrir akstur

Kjarasamninganefnd Akureyrarbæjar samþykkti á fundi sínum þann 29. maí sl. leiðbeinandi verklagsreglur um greiðslur fyrir akstur starfsmanna á einkabifreiðum í þágu Akureyrarbæjar. Reglurnar tóku gildi 1. júní 2009.
Lesa fréttina Nýjar verklagsreglur um greiðslur fyrir akstur
Viðbótarlífeyrissparnaður

Viðbótarlífeyrissparnaður

Þann 10. mars sl. var samþykkt á Alþingi breyting á lögum um séreignasparnað. Samkvæmt lögunum er nú heimilt til að draga allt að 6% frá iðgjaldastofni til staðgreiðslu vegna iðgjalda, sem greidd eru til lífeyrissjóða til aukningar lífeyrisréttinda, í stað 4% eins og verið hefur. Mótframlag launagreiðanda er óbreytt 2%. Breytingin gildir fyrir tímabilið 1. mars 2009 til 1. október 2010.  
Lesa fréttina Viðbótarlífeyrissparnaður
Starfsmat sveitarfélaga - SAMSTARF

Starfsmat sveitarfélaga - SAMSTARF

Starfsmat sveitarfélaga SAMSTARF er notað til að meta störf félagsmanna í Einingu-Iðju og Kili. Nú er að mestu lokið vinnu við mat og endurmat starfa hjá starfsmatsteymi sambandsins sem fyrst var samið um í kjarasamningum árið 2001 og við tekur tímabil þar fram fer mat á nýjum störfum og eftir þörfum, endurmat á störfum sem tekið hafa umtalsverðum breytingum. Úrskurðarnefnd starfsmats sveitarfélaganna hefur gefið út verklagsreglur um starfsmat fyrir ný störf og endurmat starfa.
Lesa fréttina Starfsmat sveitarfélaga - SAMSTARF
Innanbæjarkrónikan er komin út

Innanbæjarkrónikan er komin út

Þriðja tölublað ársins 2009 af Innanbæjarkrónikunni er komið út. Meðal efnis er umfjöllun um væntanleg bæjarstjóraskipti og auglýst er eftir sparnaðarhugmyndum fyrir Akureyrarbæ. Föstu liðirnir Gamla myndin, Gott að vita, Hvað ertu að gera? og Matarhlé eru auk þess á sínum stað. Krónikunni er dreift á kaffistofur starfsfólks Akureyrarbæjar.
Lesa fréttina Innanbæjarkrónikan er komin út