Fundað með Grímseyingum
Á miðvikudag heimsóttu Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri, og bæjarfulltrúarnir Gunnar Gíslason og Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar, Grímsey og funduðu með heimafólki. Gunnar og Halla Björk eiga bæði sæti í verkefnastjórn Brothættra byggða sem hefur það að markmiði að styðja við búsetu fólks í byggðalögum sem þykja standa höllum fæti og stöðva viðvarandi fólksfækkun í smærri byggðakjörnum og í sveitum landsins.
01.11.2019 - 08:52
Almennt
Lestrar 204