Tímamótasamningur um öldrunarþjónustu undirritaður á Akureyri
Öldrunarheimili Akureyrar (ÖA) hafa undirritað samning við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) um rekstur og nýsköpunar- og þróunarverkefni í öldrunarþjónustu. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, og Halldór S. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Öldrunarheimila, Akureyrar undirrituðu samninginn laugardaginn 29. júní sl. að viðstöddum gestum á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri. Að undirritun lokinni var hann staðfestur af Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráherra, og Ásthildi Sturludóttur, bæjarstjóra.
01.07.2019 - 09:08
Almennt
Ragnar Hólm
Lestrar 317