Fjórar viðurkenningar veittar fyrir framlag til jafnréttismála
Á Vorkomu stjórnar Akureyrarstofu á sumardaginn fyrsta var tilkynnt um jafnréttisviðurkenningar Akureyrarbæjar auk fleiri viðurkenninga. Árlega er veitt viðurkenning þeirri stofnun, fyrirtæki, nefnd eða ráði Akureyrarbæjar, einstaklingi eða félagi sem hefur að mati frístundaráðs staðið sig best við framgang jafnréttismála á Akureyri, að undangenginni auglýsingu eftir tilnefningum.
30.04.2019 - 13:46
Almennt
Lestrar 265