Fimmti Gildagur ársins í Listagilinu er laugardaginn 1. júní og verður myndlistarsýningin Talaðu við mig! / Runā ar mani! / Talk to Me! opnuð í Listasafninu á Akureyri.
Í gær var haldinn fundur með íbúum Hríseyjar þar sem hugmyndafræði Cittaslow samtakanna var kynnt en Djúpavogshreppur hefur verið aðili að samtökunum frá 2013. Verkefnastjórn Brothættra byggða og hverfisráð Hríseyjar boðuðu til fundarins.
Fræðsluráð Akureyrarbæjar boðaði til samverustundar í Hofi í gær, mánudaginn 27. maí, þar sem nemendum og starfsfólki leik- og grunnskóla Akureyrarbæjar voru veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í námi og starfi, skólaárið 2018-2019.
Laugardaginn 1. júní kl. 15 verður sýningin Talaðu við mig! / Runā ar mani! / Talk to Me! opnuð í Listasafninu á Akureyri. Þar verða sýnd verk nítján lettneskra listamanna.
Flugfélagið Transavia hóf í morgun beint flug til Akureyrar frá Rotterdam í Hollandi með ferðafólk á vegum ferðaskrifstofunnar Voigt Travel. Þetta er fyrsta flugið af 16 hjá Transavia í sumar til höfuðstaðar Norðurlands. Við þetta tækifæri tilkynnti Cees van den Bosch, framkvæmdastjóri Voigt Travel að ákveðið hefði verið að fljúga frá flugvellinum á Akureyri til Amsterdam næsta vetur. Flogið yrði á mánudögum og föstudögum frá 14. febrúar. Farnar yrðu alls átta ferðir.
27.05.2019 - 15:45 AlmenntMaría Helena TryggvadóttirLestrar 409
Drjúgan hluta sumars er göngugatan í miðbænum lokuð fyrir umferð vélknúinna ökutækja með það fyrir augum að fólk fái notið sín og mannlífið blómstri.