Fulltrúar ÍSÍ, ÍBA og Akureyrarbæjar.
Í haust eru 20 ár síðan Íþrótta- og ólympíusamband Íslands opnaði skrifstofu á Akureyri.
Af því tilefni komu framkvæmdastjórn og nokkrir starfsmenn ÍSÍ í heimsókn til Akureyrar í gær og funduðu með fulltrúum Akureyrarbæjar og Íþróttabandalags Akureyrar.
Gestirnir fengu góða kynningu á íþróttastefnu Akureyrarbæjar og starfsemi íþróttafélaganna á Akureyri.
Fundurinn fór fram í Íþróttahöllinni þar sem starfsmaður ÍSÍ á Akureyri hefur skrifstofu sína.

Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdartjóri ÍSÍ, Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri og Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ.