Í morgun gengu á fund bæjarstjóra, Ásthildar Sturludóttur, þau Briet Tinna Temara, 8 ára, og Tómas Bjarkason Lind, 9 ára, með hugmynd að nýrri miðstöð til að bjarga heimilislausum dýrum.
Miðbær - Gilsbakkavegur 15 – Tillaga að deiliskipulagsbreytingu
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagsbreytingu sem nær til lóðarinnar Gilsbakkavegar 15 og svæðis suður af henni.
Hátíðarhöld á Akureyri þjóðhátíðardaginn 17. júní verða með óhefðbundnu sniði að þessu sinni. Ekki verður safnast saman í Lystigarðinum eða miðbænum eins og verið hefur síðustu árin. Þess í stað verður sérstakur blómabíll á ferð um bæinn frá kl. 13-15 og síðan hefst skemmtidagskrá fyrir yngri kynslóðina á flötinni austan við Minjasafnið.