Sláttur og umhirða í bæjarlandinu

Grassláttur í bæjarlandinu hófst í lok maí sem er nokkru seinna en í fyrra. Tíðarfarið hefur þar mest að segja, en almennt eru flest svæði orðin græn og falleg í dag. 

Óheimilt er að geyma tjaldvagna, fellihýsi og annað þvíumlíkt á grassvæðum í eigu Akureyrarbæjar, því annars eru svæðin ekki slegin.

Íbúar eru hvattir til að koma í veg fyrir að ágengar plöntur nái að þroska fræ og að eyða ágengum plöntum eins og skógarkerfli og lúpínu í sínu nánasta umhverfi. Jafnframt er fólk í framkvæmdum hvatt til þess að sópa og þrífa í kringum sig.

Saman vinnum við að því að gera bæinn fallegan og halda honum eins hreinum og hægt er.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan