Frítt í Hríseyjarferjuna út júní
Stjórn Akureyrarstofu samþykkti á fundi sínum miðvikudaginn 10. júní sl. að veita allt að tveimur milljónum króna í styrk til Ferðamálafélags Hríseyjar til að gera því kleift að fella niður fjargjöld í Hríseyjarferjuna Sævar í samstarfi við rekstraraðila hennar. Frítt verður í ferjuna frá og með deginum í dag til og með 30. júní nk.
12.06.2020 - 10:37
Almennt
Lestrar 478