Golfvöllurinn að Jaðri er afar glæsilegur.
Moldarlosunarsvæðið við Jaðar verður lokað á neðangreindum tíma vegna Íslandsmóts í holukeppni sem fram fer á Jaðarsvelli um helgina.
Lokað verður:
Föstudag 19. júní kl. 8-18
Laugardag 20. júní kl. 8-17
Sunnudag 21. Júní kl. 8-16
Íslandsmótið í holukeppni er eitt af stærstu mótum sumarsins og hafa allir bestu kylfingar landsins boðað komu sína til Akureyrar um helgina. Þótt moldarlosunarsvæðið á Jaðri sé lokað er ekkert því til fyrirstöðu að gera sér ferð á svæðið og fylgjast með þessum flotta viðburði.