Stjórn Fjölskyldu- og styrktarsjóðs BHM, BSRB og KÍ (FOS) hefur tekið ákvörðun um að breyta þeim reglum sem hafa verið í gildi um greiðslur í fæðingarorlofi. Frá og með 1. júní næstkomandi verður horfið frá tekjutengdum greiðslum til mæðra og þess í stað greiddir fæðingarstyrkir til foreldra.
Búið er að senda starfsmönnum Akureyrarbæjar launamiða fyrir árið 2007. Þeir starfsmenn sem unnið hafa hjá Akureyrarbær frá því fyrir 1. mars 2006 fá í pósti tvo launamiða frá Akureyrarbæ, einn fyrir tímabilið janúar - febrúar 2006 og annan vegna launagreiðslna síðar á árinu.
Starfsyfirlit fyrir öll viðmiðunarstörf eru komin á heimasíðu Sambands sveitarfélaga, bæði upprunaleg og breytt frá því í nóvember 2004 og ný viðmiðunarstörf frá því í janúar 2007.
Stjórn Sveitamenntar hefur ákveðið hverjar styrkupphæðir til félagsmanna úr sjóðnum verða. Hámarksupphæð einstaklingsstyrkja til hvers félagsmanns skal samanlagt ekki vera hærri en kr. 60.000 á hverju almanaksári nema þegar um er að ræða styrk vegna aukinna ökuréttinda þar sem veittur er sérstakur styrkur.
Líkamsræktarstöðvarnar Átak, Bjarg og Vaxtarræktin bjóða starfsfólki Akureyrarbæjar tilboð í líkamsrækt. Sundlaug Akureyrar og Hlíðarfjall bjóða einnig upp á tilboð.
Fimmtudaginn 11. janúar komu stjórnendur og trúnaðarmenn saman til fundar með svonefndu endurmatsteymi sem af hálfu Akureyrarbæjar fjallar um beiðnir um endurmat á störfum sem metin hafa verið í starfsmati sveitarfélaganna.
Um áramótin tóku gildi breytingar á staðgreiðslu skatta og persónuafslætti einstaklinga. Skatthlutfall staðgreiðslu er nú 35,72% og persónuafsláttur er kr. 32.150 á mánuði. Frítekjumark barna er nú kr. 100.745. Tryggingagjaldið er nú 5,34% og mótframlag launagreiðenda í lífeyrissjóð er 8% frá áramótum.
Verklagsreglur um tilkynningaskyldu starfsmanna leik-, grunn- og framhaldsskóla til barnaverndarnefnda
Gefnar hafa verið út verklagsreglur um tilkynningaskyldu starfsmanna leik-, grunn- og framhaldsskóla til barnaverndarnefnda þar sem áhersla er lögð á skyldur uppeldisstarfsmanna í þessu sambandi.