Námskeið um vellíðan á vinnustað haldið á ÖA

Í síðustu viku var haldið námskeið um vellíðan á vinnustað fyrir starfsfólk á Öldrunarheimilum Akureyrarbæjar. Alls sóttu námskeiðið 43 starfsmenn.

Á námskeiðinu skoðuðu og ræddu þátttakendur mismunandi samskipti á vinnustöðum. M.a. var fjallað um hrós og gagnrýni, virðingu, samkennd og heilindi. Kynntar voru viðbragðsáætlanir við einelti og áreitni og óæskilegum samskiptum.

Þátttakendur horfðu á myndband frá Fiskmarkaðnum í Seattle og kynntust þar með Lífsspeki fisksins. Lífsspekin felur í sér fjögur einföld boðorð sem fela í sér leiðir til þess að láta sér líða betur í vinnunni.

Hlid1FISK boðorðin fjögur eru:

Að leika sér

Að velja sér viðhorf

Að gera viðskiptavinum/samstarfsfólki daginn eftirminnilegan

Að vera til staðar (vera þar)

Fiskur2

Leiðbeinendur á námskeiðinu voru Katrín Björg Ríkarðsdóttir, jafnréttisráðgjafi og framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindaráðs og Ingunn H. Bjarnadóttir, verkefnastjóri starfsþróunar.

 



Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan