Launamiðar fyrir árið 2006

Búið er að senda starfsmönnum Akureyrarbæjar launamiða fyrir árið 2007. Athygli er vakin á því að þeir starfsmenn sem unnið hafa hjá Akureyrarbæ frá því fyrir 1. mars 2006, þegar SAP mannauðskerfið var tekið í notkun, fá nú í pósti tvo launamiða frá Akureyrarbæ. Annar er fyrir tímabilið janúar - febrúar 2006 vegna launa sem greidd voru með gamla launakerfinu en hinn vegna launagreiðslna í SAP síðar á árinu. Til að sjá heildarfjárhæðir launagreiðslna frá Akureyrarbæ á árinu 2006 þarf því að leggja saman þær tölur sem fram koma á launamiðunum.

Fjárhæðir sem koma fram á umræddum launamiðum verða forskráðar á tekjusíðu skattframtalsins árið 2007.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan