Starfsyfirlit fyrir öll viðmiðunarstörf

Starfsyfirlit fyrir öll viðmiðunarstörf eru komin á heimasíðu Sambands sveitarfélaga, alls 144 starfsheiti, og þau skiptast þannig:

A: Útgefin í nóvember 2004 - Starfsyfirlit og stiganiðurstaða óbreytt eftir þverkeyrslu (hvít).

B: Útgefin í nóvember 2004 - Breytt heildarstiganiðurstaða eða breytt starfsyfirlit frá því sem áður var á heimasíðunni => Auðkennd með gráum lit.

C: Ný útgefin viðmiðunarstörf í janúar 2007 => Auðkennd með gráum lit.

Þegar starfsyfirlit eru opnuð má sjá efst hvort um er að ræða nýtt starf eða áður útgefið.

Athuga:

B: Útgefin í nóvember 2004 - Breytt:  Jafnvel þó að starfsmatsniðurstöður hafi tekið breytingum við þverkeyrslu þá er ekki sjálfgefið að það eigi við í öllum þeim sveitarfélögum þar sem þessi starfsheiti eru í notkun.  Endurmatsteymi þurfa að skoða hvað liggur á bak við þessar starfsmatsniðurstöður, þ.e. stiganiðurbrotið með hliðsjón af þrepaskilgreiningum.  Ef viðeigandi þá þarf starfsmaður að sækja á þessa breytingu í endurmatsferlinu (Eyðublað:Endurmatsbeiðni).  Engar breytingar eru gerðar á stiganiðurstöðu í endurmatsferlinu nema þær hafi verið samþykktar af úrskurðarnefnd.

 

C:  Ný útgefin viðmiðunarstörf í janúar 2007:  Sveitarfélög geta nýtt sér þessar starfsmatsniðurstöður en þá þurfa starfsmenn/ sveitarfélög/ endurmatsteymi að sækja á þá breytingu með því að fylla út endurmatsbeiðni þar sem færð eru rök fyrir breytingu með tilvísun í verkefni (Eyðublað:Endurmatsbeiðni).

 

Með þessu er verið að yfirfara allar breytingar miðlægt gegnum úrskurðarnefnd um starfsmat.  Þetta er gert til þess að tryggja að vinnubrögð /innröðun skv. starfsmati sé sambærileg milli sveitarfélaga, þ.e. þeir starfsmenn sem sinna sambærilegum / svipuðum verkefnum séu með sömu eða svipaða stiganiðurstöðu óháð búsetu.

 

Starfsheiti / starfsheitanotkun

Starfsheitanotkun hefur ekki verið samræmd milli sveitarfélaga á Íslandi.  Í þessu felst að starfsmenn í mismunandi sveitarfélögum geta í einhverjum tilvikum haft sama starfsheiti en þeir eiga engu að síður ekki að vera með sömu stiganiðurstöðu þar sem menntunarkröfur, verkefnainnhald og/eða ábyrgð er ekki sú sama þrátt fyrir sama starfsheiti.  Starfsmaður með tiltekið starfsheiti getur því ekki sjálfgefið fengið starfsmatsniðurstöðu úr starfsheitalistanum jafnvel þó hann finni "sitt" starfsheiti starfsheitalistanum yfir viðmiðunarstörf.  Endurmatsteymi þurfa því að skoða niðurbrot bak við útgefin viðmiðunarstarfsheiti og kanna hvort það á við í hverju tilviki.



Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan