Verklagsreglur um tilkynningaskyldu starfsmanna leik-, grunn- og framhaldsskóla til barnaverndarnefnda

Síðastliðið vor var skipaður starfshópur þar sem í sátu fulltrúar frá menntamálaráðuneyti, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Barnavernd Reykjavíkur og Barnaverndarstofu. Markmið starfshópsins var að semja verklagsreglur um tilkynningarskyldu starfsfólks leik-, grunn- og framhaldsskóla til barnaverndarnefnda. Barnaverndarlögin leggja ríka skyldu bæði á almenning og sérstaklega þá sem hafa með börn að gera í starfi sínu að tilkynna til barnaverndarnefnda þegar grunur vaknar um að barn búi við vanrækslu eða ofbeldi eða stefni heilsu sinni og þroska í hættu. Starfsfólk skóla er í lykilaðstöðu til að meta hvort ástand, líðan eða umönnun barns sé þannig háttað að tilkynna eigi um það til barnaverndarnefndar.

Sjá nánar



Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan