Fræðslunefnd Akureyrarbæjar auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr Námsstyrkjasjóði sérmenntaðra starfsmanna.
Sérmenntaðir starfsmenn hafa menntun frá háskóla eða sérskóla á háskólastigi sem veitir ákveðin starfsréttindi.
Umsóknarfrestur er til 20. apríl 2007. Umsóknir skal senda til starfsmanns fræðslunefndar Akureyrar, Fjólu Bjarkar Jónsdóttur, Geislagötu 9, 600 Akureyri, á umsóknareyðublaði sem er að finna hér.
Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér vel “Samþykkt um styrki til námsleyfa sérmenntaðra starfsmanna Akureyrarbæjar”.
Rétt er að benda á að með umsókn um styrk skal fylgja vottorð um samþykki yfirmanns samkvæmt ofangreindri samþykkt.