Kynningarfundur um endurmatsferli starfsmats

Fimmtudaginn 11. janúar komu stjórnendur og trúnaðarmenn saman til fundar með svonefndu endurmatsteymi sem af hálfu Akureyrarbæjar fjallar um beiðnir um endurmat á störfum sem metin hafa verið í starfsmati sveitarfélaganna. Fundurinn var haldinn í Rósenborg.

Ef starfsmaður eða starfsmannahópur hefur grun um að starfi hans hafi ekki verið raðað rétt í launaflokk, getur hann óskað eftir endurmati á starfinu. Hann þarf þá að

  • kynna sér stiganiðurbrot fyrir starfið, þ.e. hve mörg stig starfið hefur fengið á hverjum hinna 13 matsþátta sem lagðir eru til grundvallar.
  • kynna sér starfsyfirlitið fyrir viðkomandi starf en það lýsir kröfum sem gerðar eru til starfsins, t.d. um þekkingu, líkamlegt álag, ábyrgð o.s.frv.
  • meta hvort lýsing á kröfum til starfsins í starfsyfirliti eru í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru til starfsins hans. Ef starfsmanni finnst kröfurnar í starfsyfirlitinu ekki vera réttar miðað við starfið er ástæða til að óska eftir endurmati á þar til gerðu eyðublaði. Með umsókn um endurmat þarf að fylgja starfslýsing og útfylltur spurningalisti fyrir þá þætti sem starfsmaður telur ekki vera rétta.

Starfsmat_namskeid_jan06_3Óskir um endurmat þurfa að hafa borist til endurmatsteymis fyrir 15. mars. Fulltrúar stéttarfélaganna munu á næstu vikum halda fundi með trúnaðarmönnum og starfsfólki í afmörkuðum starfaflokkum og kynna þeim hvernig standa eigi að því að óska eftir endurmati ef þörf er á. Fundirnir verða eftirfarandi:

Sameiginlegir kynningarfundir Kjalar og Einingar:

15. janúar kl. 15 í Brekkuskóla: Grunnskólastörf

16. janúar kl. 15 í Einingarsalnum í Skipagötu: Starfsfólk sambýlanna og starfsfólk Hæfingarstöðvar

16. janúar kl. 17 í Einingarsalnum í Skipagötu: Starfsfólk heimaþjónustunnar

17. janúar kl. 15 í hátíðarsal í Hlíð: Starfsfólk í öldrunarþjónustu

5. febrúar kl. 8 í matsal á Framkvæmdamiðstöð: Starfsfólk Framkvæmdamiðstöðvar og Strætisvagna

8. febrúar kl. 15 í Einingarsalnum í Skipagötu: Starfsfólk leikskólanna

Kynningarfundir Kjalar:

23. janúar kl. 8 í Akureyrarhöfn: Hafnarstarfsfólk

23. janúar kl. 15 í Minjasafninu: Starfsfólk Minjasafnsins

25. janúar kl. 15 í bæjarstjórnarsalnum: Skrifstofufólk og fólk í tæknistörfum

30. janúar kl. 15 í Höllinni: Starfsfólk í íþróttamannvirkjum

31. janúar kl. 15 í Rósenborg: Starfsfólk félagsmiðstöðvanna

Fundað verður með starfsfólki á Plastiðjunni Bjargi/Iðjulundi í byrjun febrúar.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan