Fimmtudaginn 11. janúar komu stjórnendur og trúnaðarmenn saman til fundar með svonefndu endurmatsteymi sem af hálfu Akureyrarbæjar fjallar um beiðnir um endurmat á störfum sem metin hafa verið í starfsmati sveitarfélaganna. Fundurinn var haldinn í Rósenborg.
Ef starfsmaður eða starfsmannahópur hefur grun um að starfi hans hafi ekki verið raðað rétt í launaflokk, getur hann óskað eftir endurmati á starfinu. Hann þarf þá að
- kynna sér stiganiðurbrot fyrir starfið, þ.e. hve mörg stig starfið hefur fengið á hverjum hinna 13 matsþátta sem lagðir eru til grundvallar.
- kynna sér starfsyfirlitið fyrir viðkomandi starf en það lýsir kröfum sem gerðar eru til starfsins, t.d. um þekkingu, líkamlegt álag, ábyrgð o.s.frv.
- meta hvort lýsing á kröfum til starfsins í starfsyfirliti eru í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru til starfsins hans. Ef starfsmanni finnst kröfurnar í starfsyfirlitinu ekki vera réttar miðað við starfið er ástæða til að óska eftir endurmati á þar til gerðu eyðublaði. Með umsókn um endurmat þarf að fylgja starfslýsing og útfylltur spurningalisti fyrir þá þætti sem starfsmaður telur ekki vera rétta.
Óskir um endurmat þurfa að hafa borist til endurmatsteymis fyrir 15. mars. Fulltrúar stéttarfélaganna munu á næstu vikum halda fundi með trúnaðarmönnum og starfsfólki í afmörkuðum starfaflokkum og kynna þeim hvernig standa eigi að því að óska eftir endurmati ef þörf er á. Fundirnir verða eftirfarandi:
Sameiginlegir kynningarfundir Kjalar og Einingar:
15. janúar kl. 15 í Brekkuskóla: Grunnskólastörf
16. janúar kl. 15 í Einingarsalnum í Skipagötu: Starfsfólk sambýlanna og starfsfólk Hæfingarstöðvar
16. janúar kl. 17 í Einingarsalnum í Skipagötu: Starfsfólk heimaþjónustunnar
17. janúar kl. 15 í hátíðarsal í Hlíð: Starfsfólk í öldrunarþjónustu
5. febrúar kl. 8 í matsal á Framkvæmdamiðstöð: Starfsfólk Framkvæmdamiðstöðvar og Strætisvagna
8. febrúar kl. 15 í Einingarsalnum í Skipagötu: Starfsfólk leikskólanna
Kynningarfundir Kjalar:
23. janúar kl. 8 í Akureyrarhöfn: Hafnarstarfsfólk
23. janúar kl. 15 í Minjasafninu: Starfsfólk Minjasafnsins
25. janúar kl. 15 í bæjarstjórnarsalnum: Skrifstofufólk og fólk í tæknistörfum
30. janúar kl. 15 í Höllinni: Starfsfólk í íþróttamannvirkjum
31. janúar kl. 15 í Rósenborg: Starfsfólk félagsmiðstöðvanna
Fundað verður með starfsfólki á Plastiðjunni Bjargi/Iðjulundi í byrjun febrúar.