Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Fyrirkomulag útborgana um áramót

Fyrirkomulag útborgana um áramót

Fyrirkomulag útborgana um áramót er sem hér segir: Föstudagurinn 28. desember 2018. • Eftirágreiddir fá greidd mánaðarlaun vegna desember 2018. • Eftirágreiddir og fyrirframgreiddir: Fá greidda yfirvinnu og álag fyrir tímabilið 13. nóvember – 12. desember 2018. Miðvikudaginn 2. janúar 2019. • Fyrirframgreiddir fá greidd mánaðarlaun vegna janúar 2019.
Lesa fréttina Fyrirkomulag útborgana um áramót
Jólakveðja bæjarstjóra

Jólakveðja bæjarstjóra

Kæra samstarfsfólk! Ég óska ykkur gleðilegrar jólahátíðar og heillaríks nýs árs. Með þökkum fyrir gott samstarf á árinu sem er að líða og einstakar móttökur sem ég og fjölskylda mín höfum fengið hér á Akureyri. Jólin 1891 Fullvel man ég fimmtíu ára sól, fullvel meir en hálfrar aldar jól, man það fyrst, er sviptur allri sút sat ég barn með rauðan vasaklút. Kertin brunnu bjart í lágum snúð, bræður fjórir áttu ljósin prúð, mamma settist sjálf við okkar borð; sjáið, enn þá man ég hennar orð: Þessa hátíð gefur okkur Guð, Guð, hann skapar allan lífsfögnuð, án hans gæsku aldrei sprytti rós, án hans náðar dæi sérhvert ljóð. Þessi ljós, sem gleðja ykkar geð, Guð hefir kveikt, svo dýrð hans gætuð séð; jólagleðin ljúfa lausnarans leiðir okkur nú að jötu hans.? Síðan hóf hún heilög sagnamál, himnesk birta skein í okkar sál; aldrei skyn né skilningskraftur minn skildi betur jólaboðskapinn. (MJ) Með jólakveðjum, Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri
Lesa fréttina Jólakveðja bæjarstjóra

Skatthlutföll 2019

Staðgreiðsluprósentur og þrep einstaklinga verða eftirfarandi fyrir árið 2019: • 36.94% af tekjum 0 - 927.086 kr. • 46,24% af tekjum yfir 927.087 kr. Persónuafsláttur verður 56.477 kr. á mánuði. Tryggingagjald verður 6,60% https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2018/12/21/Personuafslattur-og-skattleysismork-haekka-um-4-7/
Lesa fréttina Skatthlutföll 2019
Jólakveðjur frá vinnustöðum Akureyrarbæjar

Jólakveðjur frá vinnustöðum Akureyrarbæjar

Starfsmannahandbókin birtir hér jólakveðjur frá vinnustöðum Akureyrarbæjar. Ritstjórn hvetur vinnustaði til að senda rafræn jólakort á starfsmannahandbok@akureyri.is sem munu birtast á vefnum.
Lesa fréttina Jólakveðjur frá vinnustöðum Akureyrarbæjar
Er brjálað að gera?

Er brjálað að gera?

Vitundarvakning VIRK, sem er hluti af stærra forvarnarverkefni, hófst nýverið með auglýsingum í sjónvarpi og á vefmiðlum sem vísa á velvirk.is en vefsíðan er hugsuð sem stuðningur við starfsmenn og stjórnendur á vinnustöðum. Við lifum í samfélagi þar sem sífellt fleiri virðast heltast úr lestinni vegna tímabundinna eða langvarandi veikinda. Svo virðist sem hluti af þessum veikindum sé til kominn vegna langvarandi álags bæði í starfi og einkalífi.
Lesa fréttina Er brjálað að gera?
100 ára afmæli fullveldis Íslands - viðburður

100 ára afmæli fullveldis Íslands - viðburður

Í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands gefst bæjarbúum kostur á að hringja Íslandsklukkunni við Háskólann á Akureyri. Klukkunni verður hringt 100 sinnum og fá bæjarbúar þannig nöfn sín skráð í sögubækurnar. Þeir sem vilja vera með og hringja skrá sig hér: www.unak.is/is/1918 DAGSKRÁ HEFST KL. 13 ÞANN 1. DESEMBER VIÐ ÍSLANDSKLUKKUNA ▸ Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri opnar hátíðarhöld Akureyrarbæjar ▸ Bæjarbúar hringja Íslandsklukkunni 100 sinnum ▸ Karlakór Akureyrar - Geysir ▸ Kakó og smákökur í Miðborg Háskólans á Akureyri Að viðburðinum standa Akureyrarbær og Háskólinn á Akureyri. Allir hjartanlega velkomnir.
Lesa fréttina 100 ára afmæli fullveldis Íslands - viðburður
Desemberuppbót

Desemberuppbót

Mánudaginn 3. desember mun Akureyrarbær greiða út desemberuppbót. Þeir sem eiga rétt á uppbótinni eru þeir starfsmenn sem hafa unnið fullt starf frá 1. janúar til 30. nóvember sama ár. Hafi starfsmaður gegnt hlutastarfi eða starfað hluta úr ári, skal hann fá greitt miðað við starfshlutfall og/eða starfstíma, þó þannig að hann hafi starfað samfellt a.m.k frá 1. september þar ár.
Lesa fréttina Desemberuppbót
Út eru komin Tíðindi - rafrænt fréttabréf Sambands íslenskra sveitarfélaga - Nóvember 2018

Út eru komin Tíðindi - rafrænt fréttabréf Sambands íslenskra sveitarfélaga - Nóvember 2018

Út eru komin Tíðindi - rafrænt fréttabréf Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem meðal annars er fjallað um nýjar aðferðir við orkuöflun, miðhálendisþjóðgarð, áætlun um áfangastaði landshluta, skýrslu um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og frestun jafnlaunavottunar.
Lesa fréttina Út eru komin Tíðindi - rafrænt fréttabréf Sambands íslenskra sveitarfélaga - Nóvember 2018
Hin hliðin: Elín Eyjólfsdóttir

Hin hliðin: Elín Eyjólfsdóttir

Elín Eyjólfsdóttir sýnir á sér hina hliðina að þessu sinni. Hún starfar sem skrifstofustjóri Giljaskóla eða er reddarinn eins og hún orðar það. Elín kemur úr Hrútafirði.
Lesa fréttina Hin hliðin: Elín Eyjólfsdóttir
Námskeið: Samskipti á vinnustöðum

Námskeið: Samskipti á vinnustöðum

Föstudaginn 23. nóvember frá kl. 12-16 mun Rakel Heiðmarsdóttir halda námskeið í SÍMEY um samskipti á vinnustöðum. Námskeiðið hefur fengið afar góðar viðtökur og er þetta í annað sinn sem námskeiðið verður haldið nú í haust.
Lesa fréttina Námskeið: Samskipti á vinnustöðum
Nýtnivikan á Akureyri

Nýtnivikan á Akureyri

Nýtnivikan er samevrópsk og er ætlað að vekja fólk til vitundar um nauðsyn þess að draga úr magni úrgangs m.a. með því að lengja líftíma hluta, samnýta hluti og stuðla almennt að því að hlutir öðlist framhaldslíf frekar en að enda sem úrgangur. Hún er haldin með ýmsum atburðum sem stuðla að vitundarvakningu. Áhersla er lögð á að draga úr, endurnota og endurvinna.
Lesa fréttina Nýtnivikan á Akureyri