Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Út eru komin Tíðindi - rafrænt fréttabréf Sambands íslenskra sveitarfélaga - ágúst 2018

Út eru komin Tíðindi - rafrænt fréttabréf Sambands íslenskra sveitarfélaga - ágúst 2018

Út eru komin Tíðindi - rafrænt fréttabréf Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem meðal annars er fjallað um um ný og breytt lög um félagsþjónustu sveitarfélaga, alheimshreinsunardaginn sem fer fram þann 15. september næstkomandi, framlög úr byggðaáætlun, kröfu um viðhorfsbreytingu í íþrótta- og æskulýðsstarfi gagnvart kynferðislegri áreitni og ofbeldishegðun og fleira. Sjá nánar hér
Lesa fréttina Út eru komin Tíðindi - rafrænt fréttabréf Sambands íslenskra sveitarfélaga - ágúst 2018
Sí- og starfsmenntunarsjóðir og styrkir til félagsmanna

Sí- og starfsmenntunarsjóðir og styrkir til félagsmanna

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki er kemur að símenntun og starfsþróun starfsmanna. Sum stéttarfélög eru aðilar að fræðslustofnunum og gefst þá félagsmönnum tækifæri á að sækja sum námskeið frítt. Á meðan önnur stéttarfélög bjóða upp á fræðsludagskrá fyrir félagsmenn. Dæmi um þjónustu fyrir félagsmenn stéttarfélaga: Kjölur mannauðssjóður - Félagsmenn Kjalar geta sótt um styrki í Mannauðssjóð Kjalar, þar er hægt að fá styrki fyrir náms- og kynnisferðum og fyrir fræðsluverkefnum. Nám og þjónusta Starfsmenntar - fræðsluseturs er félagsmönnum aðildarfélaga að kostnaðarlausu og eru Kjölur – stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu og SFR, stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu með aðild að Starfsmennt. Sveitamennt veitir félagsmönnum Einingar-Iðju og öðrum aðildarfélögum sínum styrki til þess að þeir eigi kost á að sækja nám/námskeið með vinnu án verulegs kostnaðar. Starfsþróunarsetur háskólamanna veitir félagsmönnum aðildarfélaga BHM styrki til náms og má þar nefna styrki vegna skólagjalda, námskeiðsgjalda og ráðstefnugjalda. Hér hefur aðeins verið stiklað á því helsta en fleiri fræðslusjóðir eru til og hvetjum við starfsmenn til að kynna sér styrki hjá sínu stéttarfélagi. Stéttarfélög bjóða einnig upp á ýmsa aðra styrki sem hægt er að kynna sér á heimasíðum félaganna.
Lesa fréttina Sí- og starfsmenntunarsjóðir og styrkir til félagsmanna
Heilsupistill Heilsuverndar

Heilsupistill Heilsuverndar

Í nýjasta heilsupistli Heilsuverndar er fjallað um kæfisvefn - með stuttum og markvissum hætti er m.a. farið yfir hvað kæfisvefn er, hvaða kringumstæðum fylgja auknar öndunartruflanir í svefni, hverjar afleiðingar kæfisvefns eru og hvernig hægt er að greina hann og ná bata. Pistilinn nálgist þið með því að smella HÉR.
Lesa fréttina Heilsupistill Heilsuverndar
Tilboðssíða fyrir starfsmenn Akureyrarbæjar hefur verið fjarlægð tímabundið

Tilboðssíða fyrir starfsmenn Akureyrarbæjar hefur verið fjarlægð tímabundið

Ritstjórn Starfsmannahandbókar vilja benda starfsmönnum á að tilboðssíða handbókarinnar hefur verið fjarlægð tímabundið þar sem tilboð og afslættir eru í endurskoðun. Eina tilboðið sem nú gildir fyrir starfsmenn bæjarins er 50% afsláttur af árskorti í Sundlaug Akureyrar og þurfa starfsmenn að sýna hausinn á síðasta launaseðli.
Lesa fréttina Tilboðssíða fyrir starfsmenn Akureyrarbæjar hefur verið fjarlægð tímabundið
Ný persónuverndarlög

Ný persónuverndarlög

Þann 15. júlí sl. tóku gildi ný lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018. Í lögunum er m.a. staðfestur sá grundvallarréttur sem felst í vernd persónuupplýsinga einstaklinga. Þann 28. júní sl. samþykkti bæjarráð persónuverndarstefnu fyrir Akureyrarkaupstað. Samkvæmt nýjum persónuverndarlögum eiga einstaklingar rétt til upplýsinga um vinnslu og til aðgangs að eigin persónuupplýsingum. Hér má finna fræðslu um rétt til upplýsinga. Óski einstaklingur eftir upplýsingum samkvæmt persónuverndarlögum skal fylla út beiðni um upplýsingar skv. persónuvernarlögum í Íbúagátt Akureyrarbæjar. Til að nota Íbúagáttina þarf Íslykil eða rafræn skilríki.
Lesa fréttina Ný persónuverndarlög