Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Verklag vegna áreitnismála

Verklag vegna áreitnismála

Vakin er athygli starfsfólks á upplýsingum um verklag í tengslum við áreitni á vinnustað og hvert starfsfólk getur leitað ráðgjafar upplifi það slíkar aðstæður á vinnustað eða verður vitni að þeim. Upplýsingar þess efnis er að finna undir efnisflokknum Starfsmannahandbók > Einelti - áreitni - ofbeldi. Þá er það ítrekað að allt starfsfólk Akureyrarbæjar á rétt á því að komið sé fram við það af virðingu og að það hafi tækifæri til að sinna störfum sínum án þess að eiga á hættu einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni eða annarskonar ofbeldi.
Lesa fréttina Verklag vegna áreitnismála
SÍMEY og Starfsmennt í samstarf

SÍMEY og Starfsmennt í samstarf

Nú hafa SÍMEY og Starfsmennt - fræðslusetur gert með sér samning þess efnis að Starfsmennt fái nokkur sæti fyrir sína félagsmenn á nokkrum námskeiðum sem haldin eru hjá SÍMEY. Geta því félagsmenn núna skráð sig á námskeið hjá SÍMEY í gegnum vefsíðu Starfsmenntar og fengið þau námskeið sem í boði eru að kostnaðarlausu. Takmarkað magn af sætum er í boði á hverju námskeiði. Fyrsta námskeiðið sem í boði verður er Mannlegi millistjórnandinn sem hefst 19.september nk. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um það hér. Einnig verða eftirfarandi námskeið í boði hjá SÍMEY fyrir félagsmenn Starfsmenntar: Samskipti á vinnustöðum Starfsmannasamtöl Hagnýt mannauðsstjórnun Tekið skal fram að nám og þjónusta Starfsmenntar - fræðsluseturs er félagsmönnum aðildarfélaga að kostnaðarlausu og eru Kjölur – stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu og SFR, stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu með aðild að Starfsmennt.
Lesa fréttina SÍMEY og Starfsmennt í samstarf
Mannauðsmoli - Félagslegt og andlegt vinnuumhverfi

Mannauðsmoli - Félagslegt og andlegt vinnuumhverfi

Samspil vinnuumhverfis og heilbrigðis er flókið. Vinnustaðurinn er samsettur af ytri og innri aðstæðum þar sem allt hefur áhrif á líðan starfsfólks. Áður fyrr beindist vinnuverndarstarf helst að því að koma í veg fyrir slys og líkamlegt heilsutjón vegna vinnunnar. Í dag hafa augu opnast fyrir því að félagslegt og andlegt starfsumhverfi er jafn mikilvægt. Ef félagslegt og andlegt vinnuumhverfi er ekki gott getur það leitt til verri afkasta, slysa og fjarvista sem hefur mikil áhrif á afkomu fyrirtækja. Vinnueftirlitið gaf út bækling um félagslegt og andlegt vinnuumhverfi sem er ætlað að vekja stjórnendur og starfsfólk fyrirtækja til umhugsunar um nokkur lykilatriði sem stuðla að góðu félagslegu og andlegu vinnuumhverfi. Í bæklingnum er fjallað um: Stjórnun og skipulag, fjölbreytni, sjálfræði, sveigjanleika, hæfilegar kröfur, upplýsingar og samskipti, einelti, stuðning og heilsueflingu. Í bæklingnum er stuttlega farið yfir hvern málaflokk og settar fram spurningar eða fullyrðingar til umhugsunar. Öll fyrirtæki eiga að gera skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað (áhættumat) ásamt áætlun um heilsuvernd og forvarnir sbr. reglugerð um skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs á vinnustöðum nr. 920/2006. Fyrirtæki eiga það til að sleppa því að vinna með félagslegt og andlegt vinnuumhverfi en sá flokkur er ekki síður mikilvægur. Hægt er að skoða bækling Vinnueftirlitsins hér. (Heimild: Heimasíða Vinnueftirlitsins)
Lesa fréttina Mannauðsmoli - Félagslegt og andlegt vinnuumhverfi