Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan

Sumarkrónikan komin út

Krónikan er komin út í síðasta skiptið. Ákveðið hefur verið að hætta útgáfu Krónikunnar á því formi sem hún hefur verið og er þetta því síðasta tölublaðið sem sent verður út. Framvegis munu þó ákveðnir efnisþættir birtast reglulega í starfsmannahandbókinni. Ritstjórn Krónikunnar vill þakka öllum starfsmönnum Akureyrarbæjar fyrir samfylgdina í gegnum árin og óskar þeim jafnframt gleðilegs sumars.
Lesa fréttina Sumarkrónikan komin út
Heilsupistill Heilsuverndar

Heilsupistill Heilsuverndar

Nýjasti heilsupistill heilsuverndar ber yfirskriftina ferðalög og heilsa og er þar fjallað um mikilvægi þess að leita sér upplýsinga um heilsuvernd og bólusetningar áður en haldið er í ferðalag til annarra heimsálfa, s.s. Afríku, Asíu og S-Ameríku. Í pistlinum er einnig sett fram með hnitmiðuðum hætti algeng vandamál/sjúkdómar og mikilvæg atriði sem hafa þarf í huga þegar ferðast er um heiminn. HÉR má nálgast pistilinn í heild sinni.
Lesa fréttina Heilsupistill Heilsuverndar
Menningarhúsið Hof. Mynd: Auðunn Níelsson

Opin ráðstefna um snemmtæka íhlutun í málefnum barna 8. maí

Velferðarráðuneytið stendur fyrir opinni ráðstefnu um snemmtæka íhlutun í málefnum barna á Íslandi, SIMBI, þann 8. maí n.k. á Hilton Reykjavík Nordica kl. 9.-16. Aðgangur að ráðstefnunni er öllum opinn og ókeypis. Streymt verður frá ráðstefnunni. Á Akureyri verður streymt á skjá í salnum Hömrum í Hofi frá kl.9-16. Eru Akureyringar og nærsveitarmenn hvattir til að nýta sér aðstöðuna í Hömrum í Hofi því þannig geta þeir t.d. tekið þátt í umræðum sín á milli á vinnufundi ráðstefnunnar (sjá dagskrá). Vinsamlega takið daginn frá, hægt er að skoða dagskrá og skrá sig á: www.hof-radstefna.is
Lesa fréttina Opin ráðstefna um snemmtæka íhlutun í málefnum barna 8. maí