Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Heilsupistill Heilsuverndar

Heilsupistill Heilsuverndar

Í nýjasta heilsupistli Heilsuverndar er fjallað um kólesteról - þar er að finna gagnlegar upplýsingar um slæmt kólesteról, gott kólesteról og hvernig hægt er að lækka kólesteról. Áhugasamir geta kynnt sér pistilinn með því að smella HÉR.
Lesa fréttina Heilsupistill Heilsuverndar
Milljarður rís 2018 í Hofi 16. mars

Milljarður rís 2018 í Hofi 16. mars

Dansbylting gegn kynbundnu ofbeldi í Hofi 16. mars kl. 12.00 í boði UN Women á Íslandi. Ofbeldi gegn konum er vandamál um allan heim – tökum afstöðu gegn ofbeldinu, mætum og dönsum! Upplýsingar um viðburðinn má finna á Facebook. Milljarður rís er dansbylting sem haldin er víða um heim. Með samtakamætti lætur heimsbyggðin til sín taka. Yfir milljarður karla, kvenna og barna kemur saman til að dansa fyrir réttlæti, fyrir heimi þar sem allir fá að njóta sömu tækifæra án ótta við ofbeldi. Í krafti #MeToo byltingarinnar hafa konur úr ólíkum geirum stigið fram og lýst því kynbundna ofbeldi og kynferðislegu áreitni sem þær hafa þurft að þola. Byltingin er hafin og ofbeldi í garð kvenna verður ekki lengur liðið. Nú er því komið að því – í Hofi verða sláandi frásagnir kvenna af kynbundnu ofbeldi fluttar. Í sjötta sinn ætlum við að sameinast í yfir 200 löndum og dansa fyrir þolendur kynbundins ofbeldis og sýna þeim samstöðu. Í fyrra komu saman um fjögur þúsund manns á öllum aldri um allt land í tilefni af Milljarður rís. Dansað var af krafti um allt land; í Reykjavík, Akureyri, Seyðisfirði, Reykjanesbæ, Neskaupstað, Höfn í Hornafirði, Egilsstöðum og Borgarnesi. Samtakamátturinn var allsráðandi! Af gefnu tilefni hvetur UN Women á Íslandi alla til að senda smsið KONUR í 1900 (1900 kr.) og lýsa upp myrkur Róhingjakvenna í Bangladess sem þurft að þola ofsóknir og gróft ofbeldi. #fokkofbeldi #milljardurris18
Lesa fréttina Milljarður rís 2018 í Hofi 16. mars
Árshátíð Akureyrarbæjar - myndband

Árshátíð Akureyrarbæjar - myndband

Árshátíð Akureyrarbæjar verður haldin þann 17.mars 2018 í íþróttahöllinni á Akureyri. Þemað er diskó og veislustjóri er Jóhannes Ásbjörnsson. Hljómsveitin Hamrabandið mun svo sjá um að skemmta árshátíðargestum. Húsið opnar kl. 18:30 og hátíðin verður formlega sett kl. 19:00. Árshátíðarnefndin sendi frá sér í dag skemmtilegt myndband en þar má sjá Eirík Björn Björgvinsson bæjarstjóra ásamt starfsfólki ráðhússins gera sig tilbúin fyrir Árshátíðina.
Lesa fréttina Árshátíð Akureyrarbæjar - myndband

Úrslit í vinnustaðakeppni Akureyrarbæjar í lífshlaupinu

Vinnustaðakeppni Akureyrarbæjar í Lífshlaupinu fór fram í fjórða sinn nú í febrúar þar sem fjölmargir vinnustaðir tóku þátt. Að þessu sinni var keppnin jöfn og skemmtleg og réðist það ekki fyrr en á lokametrunum hverjir stóðu uppi sem sigurvegarar. Það fór svo að starfólk Oddeyrarskóla og á Fræðslusviði enduðu á því að skipta fyrsta og öðru sæti jafnt á milli sín en í þriðja sætið í báðum flokkum varð Heilsuleikskólinn Krógaból. Heilsuráð Akureyrarbæjar heimsótti sigurvegarana föstudaginn 2. mars og veitt þeim verðlaun fyrir þennan frábæra árangur. Heilsuráð þakkar öllum sem tóku þátt og hvetur alla til að halda áfram að rækta sitt lífshlaupinu.
Lesa fréttina Úrslit í vinnustaðakeppni Akureyrarbæjar í lífshlaupinu