Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Kynningarfundur Persónuverndar - streymi á vefsíðu

Kynningarfundur Persónuverndar - streymi á vefsíðu

Á heimasíðu persónuverndar www.personuvernd.is er að finna upplýsingar um fundarröð þeirra um landið í október og nóvember, þar segir "Persónuvernd heldur í kynningarherferð um landið í október og nóvember þar sem áhugasömum verður boðið að sækja kynningarfundi um nýju persónuverndarlöggjöfina. Fundaröðin hefst á Akureyri miðvikudaginn 31. október og lýkur í Reykjavík mánudaginn 26. nóvember. Allir eru velkomnir". Dagskrá fundarraðarinnar má sjá með því að smella HÉR. *Fundurinn verður tekinn upp og honum streymt á vefsíðu Persónuverndar.
Lesa fréttina Kynningarfundur Persónuverndar - streymi á vefsíðu
Misskilningur um gildissvið nýrra persónuverndarlaga innan skólasamfélagsins

Misskilningur um gildissvið nýrra persónuverndarlaga innan skólasamfélagsins

Á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga er áhugaverð frétt þar sem fjallað er um misskilning sem gætt hefur í innleiðingu leik- og grunnskóla á nýjum persónuverndarlögum. Þar segir að persónuvernd hafi sent frá sér ábendingu þar sem vakin er athygli á þessum misskilningi - í ábendingu persónuverndar kemur m.a. fram að skólar virðist hafa tilhneigingu til þess að ganga lengra en gildissvið laganna gefur tilefni til, s.s. í aðgangsstýringum að kennslustofum, trúnaðaryfirlýsingum sem foreldrar hafa verið beðnir um að undirrita, afhendingu bekkjarlista og myndatökum af almennum viðburðum á vegum skóla (www.samband.is). Fréttina í heild sinni má lesa með því að smella HÉR og ábendingu persónuverndar má lesa með því að smella HÉR.
Lesa fréttina Misskilningur um gildissvið nýrra persónuverndarlaga innan skólasamfélagsins
Hvers vegna kvennafrí ?

Hvers vegna kvennafrí ?

Ofangreind fyrirsögn er fyrirsögn dreifirits sem framkvæmdanefnd um kvennafrí útbjó og dreifði um landið fyrir kvennafrídaginn 24. október 1975. Í því riti voru settar fram þær ástæður sem lágu að baki áskorun þess efnis að konur legðu niður störf sín og sameinuðust undir kjörorðum kvennaárs Sameinuðu þjóðanna, þ.e. jafnrétti, framþróun og frið. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hafði ákvarðað að árið 1975 yrði sérstaklega helgað málefnum kvenna. Á heimasíðu Kvennasögusafns Íslands er að finna ýmis gögn sem varða mál kvenna og þess á meðal er fróðleikur um kvennafrídaginn og sögu hans hér á landi. Safnið var stofnað þann 1. janúar 1975 og á því ári þann 24. október var fyrsti kvennafrídagurinn á Íslandi. Sagan sjálf er með þeim hætti að upphaflega stóð til að um verkfall kvenna yrði að ræða en vegna viðbragða var gripið til málamiðlunar um það að útganga úr vinnu yrði undir formerkjum frís. Frá þessum fyrsta degi hefur tímalengd, og þar með klukkan hvað, þess hvenær konur leggja niður vinnu miðast við þann launamun sem er til staðar á milli karla og kvenna þá stundina – því má segja að þegar kvennafrídagurinn í núverandi mynd leggst af þá hefur launamun kynjanna verið útrýmt. (Heimild: www.kvennasogusafnid.is)
Lesa fréttina Hvers vegna kvennafrí ?
Stefnur Akureyrarbæjar - hádegisfyrirlestraröð

Stefnur Akureyrarbæjar - hádegisfyrirlestraröð

Í vetur mun Akureyrarbær bjóða upp á hádegisfyrirlestraröð þar sem fjallað verður um stefnur bæjarins.
Lesa fréttina Stefnur Akureyrarbæjar - hádegisfyrirlestraröð

Voruð þið bleik í dag ?

Starfsfólk Ráðhússins hélt Bleika daginn hátíðlegan og klæddust margir bleikum flíkum í tilefni hans. Veitt voru verðlaun fyrir bleikasta starfsmanninn en hún Inga Hrönn Einarsdóttir starfsmaður á Fjársýslusviði mætti í bleiku frá toppi til táar og vann sér inn kassa af Prins Polo. Það var glatt á hjalla og bleiki liturinn í fyrirrúmi í Ráðhúsinu í dag. Ritstjórn starfsmannahandbókar hvetur vinnustaði Akureyrarbæjar til þess að senda inn bleikar myndir til birtingar í handbókinni. Myndir sendist á netfangið starfsmannahandbok@akureyri.is
Lesa fréttina Voruð þið bleik í dag ?
Bleikur dagur 12. október

Bleikur dagur 12. október

Árlegt árvekniátak bleiku slaufunnar er í fullum gangi og þann 12. október er hinn árlegi bleiki dagur - á þeim degi, og í tilefni hans, hefur fólk gjarnan klæðst bleiku bæði sér til skemmtunar og "keppnis". Vinnustaðir Akureyrarbæjar hafa ekki látið sitt eftir liggja í vitundarvakningunni í gegnum árin og lagt metnað í það að vera sem bleikastir á bleika daginn og hvetur ritstjórn starfsmannahandbókar starfsfólk til þess að hafa sinn vinnustað sem bleikastan og senda okkur bleiku-myndirnar til birtingar í handbókinni. Myndir sendist á netfangið starfsmannahandbok@akureyri.is Vakin er athygli á því að Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis (KAON) er með opnunarhátíð föstudaginn 12. október kl. 16:00 þar sem þau ætla fagna þeim tímamótum að flytja í nýtt húsnæði, þ.e. að Glerárgötu 34, 2. hæð - þau bjóða alla velkomna til samfagnaðar. Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu félagsins www.kaon.is. ps. Heyrst hefur að í Ráðhúsinu verði "keppnis" og að verðlaun verði veitt fyrir að vera bleikasti starfsmaðurinn.
Lesa fréttina Bleikur dagur 12. október