Nýtnivikan er samevrópsk og er ætlað að vekja fólk til vitundar um nauðsyn þess að draga úr magni úrgangs m.a. með því að lengja líftíma hluta, samnýta hluti og stuðla almennt að því að hlutir öðlist framhaldslíf frekar en að enda sem úrgangur. Hún er haldin með ýmsum atburðum sem stuðla að vitundarvakningu. Áhersla er lögð á að draga úr, endurnota og endurvinna.
Dagskrá:
Skiptibókahilla í Sundlaug Akureyrar í samstarfi við Amtsbókasafnið. Ferskar bækur í mannhafið alla Nýtnivikuna.
Saumaðu þinn eigin poka! Saumavél frá Punktinum handverksmiðstöð verður öllum aðgengileg á Amtsbókasafninu dagana 17.-24. nóvember á afgreiðslutíma safnsins.
Verðlaunaleikur á Facebook:
Deildu með okkur sniðugri hugmynd hér á viðburðinum þar sem nýtni er í fyrirrúmi og þú gætir unnið flott verðlaun í lok Nýtnivikunnar.
17. nóvember Kl. 15-16
Gil Kaffihús – Listasafnið á Akureyri
Skemmtileg og hagnýt ráð fyrir Nýtnivikuna – Jónborg Sigurðardóttir / Jonna
19. nóvember kl. 13-16.30
Punkturinn í Rósenborg – Skólastígur 2
Saumaðu þinn eigin grænmetispoka
20. nóvember
Kl. 13-15
Plastiðjan Bjarg – Iðjulundur – Furuvellir 1
Opið hús
kl. 16-19
Fab Lab Akureyri – Verkmenntaskólinn á Akureyri
Opinn tími – Endurnýttu þinn eigin efnivið
22. nóvember
Kl. 17-19
Fab Lab Akureyri – Verkmenntaskólinn á Akureyri
Restart vinnustofa
24. nóvember
Kl. 13-17
Gámaþjónusta Norðurlands - Gámasvæði Réttarhvammi
Kynning á helstu flokkum spilliefna
*Dagskrá er birt með fyrirvara um breytingar.
Að Nýtnivikunni 2018 koma:
Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar - Akureyrarstofa - Sundlaug Akureyrar - Amtbókasafnið á Akureyri - Fab Lab Akureyri - Punkturinn handverksmiðstöð - Gil kaffihús - Restart Vinnustofur - Gámaþjónusta Norðurlands - Plastiðjan Bjarg Iðjulundur
Dagskrá nýtnivikunnar má skoða betur hér