Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan

Mat á starfsaldri frá ríki

Bæjarráð Akureyrar samþykkti á fundi sínum 20. desember síðastliðinn tillögu kjarasamninganefndar Akureyrarbæjar þess efnis að starfsmenn Akureyrarbæjar fái starfsreynslu frá ríki metna til starfsaldurs vegna símenntunarákvæða kjarasamninga með sama hætti og starfsaldur frá sveitarfélögum.
Lesa fréttina Mat á starfsaldri frá ríki

Hóteltilboð

Tvö hótel í Reykjavík hafa sent okkur tilboð sem gilda fyrir starfsmenn Akureyrarbæjar, 4th Floor Hotel og Hotel Plaza.
Lesa fréttina Hóteltilboð
Endurmat starfa í starfsmati

Endurmat starfa í starfsmati

Endurmati á störfum sem fengu mat í árslok 2004 er nú lokið. Þar var um að ræða fjölmenn störf en mat á þeim var byggt á viðtölum við allt að 10 starfsmenn í hverju starfi víðsvegar um landið. Annarsvegar fór endurmatið fram í starfsmatsteymi Launanefndar sveitarfélaga með kerfisbundnum samanburði starfa („þverkeyrslu“) sem lauk í janúar 2007. Hinsvegar fór fram mat á endurmatsbeiðnum starfsmanna sem sendar voru til endurmatsteyma í hverju sveitarfélagi sl. vetur. Endurmatsteymin fóru yfir umsóknirnar og sendu niðurstöður sínar til starfsmatsteymis LN sem hefur unnið að endurmatinu síðustu mánuði. Tæplega 200 umsóknir bárust um endurmat á um 60 störfum.
Lesa fréttina Endurmat starfa í starfsmati

Innanbæjarkrónikan

Innanbæjarkrónikan, nóvembereintakið, er komin út og var dreift í tölvupósti til þeirra sem hafa afþakkað launaseðla á pappír. Einhver brögð munu vera að því að fólk hefur ekki getað opnað blaðið í tölvupóstinum en hér er hægt að skoða þetta merka tímarit á netinu. Sjá einnig hnappinn hér hægra megin á síðunni.
Lesa fréttina Innanbæjarkrónikan

Gott að vita

Mánudaginn 29. október sl. opnaði Árni Mathiesen fjármálaráðherra nýjan fræðsluvef Landssamtaka lífeyrissjóða um lífeyrismál. Vefslóðin er www.gottadvita.is Á heimasíðum flestra lífeyrissjóða er hnappur sem hægt er að smella á til að færast á fræðsluvefinn.
Lesa fréttina Gott að vita

Kynningarfundur Einingar-Iðju

Eining-Iðja heldur kynningarfund um réttindi og skyldur á íslenskum vinnumarkaði í Alþýðuhúsinu í kvöld, mánudaginn 29. október, kl. 20.15 í samvinnu við Alþjóðastofu.
Lesa fréttina Kynningarfundur Einingar-Iðju

Breyttur afgreiðslutími í Ráðhúsinu

Frá og með 10. október 2007 breytist afgreiðslutími þjónustuanddyrisins í Ráðhúsinu þannig að á fimmtudögum verður opið til kl. 19. Á sama tíma breytist afgreiðslutími í starfsmannaþjónustu og í fjármálaþjónustu (bókhald, fjárreiður) þannig að þar verður opið frá kl. 9 til 16.
Lesa fréttina Breyttur afgreiðslutími í Ráðhúsinu

Styrkir til námsleyfa sérmenntaðra starfsmanna

Fræðslunefnd Akureyrarbæjar auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna náms sérmenntaðra starfsmanna Akureyrarbæjar á árunum 2008-2009.
Lesa fréttina Styrkir til námsleyfa sérmenntaðra starfsmanna

Námsleyfi grunnskólakennara og stjórnenda grunnskóla

Umsóknarfrestur um námsleyfi grunnskólakennara og stjórnenda grunnskóla fyrir skólaárið 2008-2009 er til og með 20. október 2007.
Lesa fréttina Námsleyfi grunnskólakennara og stjórnenda grunnskóla

Líkamsrækt á afsláttarkjörum

Starfsmönnum Akureyrarbæjar býðst nú aðgangur að líkamsræktarstörfum á kjörum sem lýst er í meðfylgjandi skjali.
Lesa fréttina Líkamsrækt á afsláttarkjörum

Tímabundin viðbótarlaun vegna verkefna og hæfni

BHM-félagar og leikskólakennarar geta nú sótt um tímabundin viðbótarlaun /(TV-einingar) vegna verkefna og hæfni. Umsóknarfrestur er til 1. október. Nánari upplýsingar um TV-einingarnar eru hér í starfsmannahandbókinni undir Kjaramál - Tímabundin viðbótarlaun.
Lesa fréttina Tímabundin viðbótarlaun vegna verkefna og hæfni