Bæjarráð Akureyrar samþykkti á fundi sínum 20. desember síðastliðinn tillögu kjarasamninganefndar Akureyrarbæjar þess efnis að starfsmenn Akureyrarbæjar fái starfsreynslu frá ríki metna til starfsaldurs vegna símenntunarákvæða kjarasamninga með sama hætti og starfsaldur frá sveitarfélögum.
Tillagan tekur gildi 1. janúar 2008 og er óskað eftir að starfsvottorðum vegna starfsreynslu hjá ríki eigi verði skilað til starfsmannaþjónustu eigi síðar en 15. janúar næstkomandi. Breyting á mati á starfsaldri gildir frá ármótum ef gögn berast innan þeirra tímamarka en síðan taka við almennar reglur um skil á gögnum þ.e. gildistími er frá næstu mánaðarmótum eftir að gögn berast.
Ef vottorð vegna starfsreynslu frá ríkisstofnun er ekki fyrirliggjandi þá þarf starfsmaður að hafa samband við Fjársýslu ríkisins með því að senda póst á laun@fjs.is eða sími 545-7500 og óska eftir að fá sent starfsvottorð vegna fyrri starfa hjá ríkinu.