Eining-Iðja heldur kynningarfund um réttindi og skyldur á íslenskum vinnumarkaði í Alþýðuhúsinu í kvöld, mánudaginn 29. október, kl. 20.15 í samvinnu við Alþjóðastofu. Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, mun fara yfir hvað stéttarfélögin gera fyrir félagsmenn sína og Anna Guðný Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Alþjóðastofu, mun halda erindi um Alþjóðastofu og hvað hún hefur að bjóða. Fundurinn verður túlkaður jafnóðum á fjórum tungumálum, ensku, þýsku, tékknesku og pólsku. Á morgun verður samskonar fundur haldinn á Dalvík. Sjá nánar á www.ein.is