Breyttur afgreiðslutími í Ráðhúsinu

Þjónustuanddyrið í Ráðhúsinu er opnað á hverjum morgni kl. 8.00. Á mánudögum, þriðjudögum, miðvikudögum og föstudögum er það opið til kl. 16.00 en frá og með 10. október 2007 breytist afgreiðslutími þjónustuanddyrisins þannig að á fimmtudögum verður opið til kl. 19.

Þetta er gert til auðvelda fólki að reka erindi sín - hægt er að fá allar upplýsingar og eyðublöð, leggja inn umsóknir um störf og þjónustu o.s.frv. Viðtalstímar bæjarfulltrúa verða einnig á fimmtudögum, hálfsmánaðarlega, milli kl. 17 og 19.

Á sama tíma breytist afgreiðslutími í starfsmannaþjónustu og í fjármálaþjónustu (bókhald, fjárreiður) þannig að þar verður opið frá kl. 9 til 16. Afgreiðslutími á skipulagsdeild og framkvæmdadeild á 3. hæð er kl. 10 -12, eins og verið hefur um skeið. Utan þess tíma er bent á þjónustuanddyri.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan